Upplýsingafundur um ríkisstuðning vegna fráveituframkvæmda

Átak í fráveitumálum

Samband íslenskra sveitarfélaga og Samorka boða til sameiginlegs fundar um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna fráveituframkvæmda.
Reglugerð um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember 2020. Á fundinum verður fjallað um aðdraganda og mikilvægi slíks styrkjakerfis, auk þess sem fulltrúi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu mun kynna nýja reglugerð og fyrirkomulag við úthlutun styrkja. Einnig mun gefast tækifæri til spurninga og umræðna.

Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga og verður skráðum fundargestum sendur hlekkur á fundinn.

Dagskrá fundarins:
Fundarstjóri: Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar.

1. Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku opnar fundinn.
2. Fulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytis kynnir nýja reglugerð og fyrirkomulag um úthlutun styrkja til fráveitna sveitarfélaga.
3. Spurningar og umræður.