Þjóðhagsleg hagkvæmni rafbílavæðingar

 

Hvaða aðgerðir eru hagkvæmastar til að flýta fyrir rafbílavæðingu og hvaða árangri skila þær? Getur rafvæðing bílaflotans verið efnahagslega hagkvæm?

HR og HÍ hafa unnið að verkefni um greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar og hafa smíðað líkan sem metur áhrif af beitingu mismunandi hagrænna hvata stjórnvalda, s.s. ívilnunum, sköttum og gjöldum.

Niðurstöður greiningarinnar verða kynntar á opnum fundi í Norræna húsinu fimmtudaginn 1. nóvember kl. 9 – 10.30. Niðurstöðurnar eru mikilvægt innlegg til að meta næstu skref í orkuskiptum í samgöngum.

Dagskrá:

Þjóðhagsleg áhrif rafbílavæðingar – Brynhildur Davíðsdóttir, HÍ, Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, HR og Hlynur Stefánsson, HR

Viðbrögð og pallborðsumræður – Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarformaður Grænu orkunnar, Berglind Rán Ólafsdóttir, forstjóri ON, Sigurður Páll Ólafssson, skrifstofu efnahagsmála

Ný rannsókn um hleðslu rafbíla kynnt – Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku

Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Fundurinn er ókeypis og öllum opinn. Skráningar er óskað í formið hér neðar, svo hægt sé að áætla kaffiveitingar.

Verkkaupar eru Samorka, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Græna orkan – samstarfsvettvangur um orkuskipti, Íslensk NýOrka og Orkusetur.