Skipulögð samskipti og upplýsingamiðlun í krísu

Samorka heldur námskeið í skipulögðum samskiptum og upplýsingamiðlun í krísu í samvinnu við almannatengslafyrirtækið Aton. Námskeiðið fer fram föstudaginn 7. desember frá 10-18 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Námskeiðið er ætlað starfsfólki aðildarfélaga Samorku.

Fyrstu skref og fyrstu samskipta við hagsmunaaðila, almenning og fjölmiðla eru gríðarlega mikilvæg þegar krísa kemur upp. Námskeiðið miðar að því að þjálfa þessi skref undir handleiðslu reynslumikilla sérfræðinga.

Verð 65 þúsund kr. á mann. Hádegisverður og kaffiveitingar er innifalið í verði.