Samorkuþing 2021 verður haldið dagana 30. september – 1. október í Hofi á Akureyri. Nú skal haldið upp á 25 ára afmælisþing samtakanna sem fór á frest árið 2020 – og er ætlunin enn að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til.

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum og vinnustofum þar sem fjallað verður um alla þætti starfsemi aðildarfyrirtækja Samorku: Hitaveitur, vatnsveitur, fráveitur, framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku – frá mörgum hliðum – allt frá auðlindum, framkvæmdum, stoðstarfsemi og til samskipta við viðskiptavini. Þá verða ýmis mikilvæg sameiginleg málefni tekin fyrir í sérstökum málstofum og vinnustofum, t.d loftslagsmál, skipulagsmál, veitustarfsemi, orkustefna, orkuskipti, jafnréttismál, orkuöryggi, samskiptamál, umhverfismál og fleira.

Samhliða þinginu verður glæsileg vöru- og þjónustusýning þar sem helstu samstarfsaðilar orku- og veitufyrirtækja landsins verða á staðnum.

Gert er ráð fyrir að dagskrá hefjist kl. 9.45 fimmtudaginn 30. september í og henni ljúki um kl. 16 föstudaginn 1. október. Dagskrá verður birt fljótlega. Þá opnar vefur þingsins innan skamms, samorkuthing.is.

Tekin hafa verið frá herbergi á tveimur stærstu hótelunum á Akureyri. Hvert og eitt aðildarfyrirtæki sér svo um að bóka þau til sín með eftirfarandi hætti:

ICELANDAIR HÓTEL:
Til að bóka þarf að senda póst á miceres@icehotels.is og vísa í bókunarnúmer 559946 eða taka fram Samorkuþing.

KEA HÓTEL:

Uppfært 3. júní 2021: Aðeins eru tvö superior herbergi eftir á KEA hótel.

Til að bóka þarf að senda póst á disarun@keahotels.is og vísa í bókunarnúmer 20827581.

SÆLUHÚS:

Tekin hafa verið frá fjögur hús og 10 stúdíóíbúðir hjá Sæluhúsum.

Húsin eru með heitum potti og taka 7 manns (ath að eitt herbergjanna er kojuherbergi). Verð 35.000 nóttin.
Stúdíóíbúð með heitum potti: 14.500 kr. nóttin.

Til að bóka skal senda póst á saeluhus@saeluhus.is og vísa í bókunarnúmer 474182A.

 

Hótel Akureyri, Hafnarstræti:

Samorka á frátekin 12 herbergi og einhver fleiri eru laus til viðbótar þar og á gistiheimilinu Akurinn. Hringja á í síma 462-5600 til að bóka, herbergin eru á nafni Samorku.

 

Hótel Centrum, Hafnarstræti:

Samorka á frátekin 18 herbergi, þar af fimm stúdíóíbúðir. Til að bóka skal senda póst á reception@centrum-hotel.is, bókunarnúmer 22801363 og taka fram Samorkuþing. Einnig er að hægt að hringja í síma 773-6600. Hægt er að bæta við morgunmat.

Ef fleiri herbergjum verður bætt við á öðrum stöðum í bænum bætast þær upplýsingar þá hér við.