Nýsköpun og tækni verður í forgrunni á opnum ársfundi Samorku þann 10. mars.

Að þessu sinni er gert ráð fyrir að fundurinn verði eingöngu streymisfundur.

Nýsköpun hefur ávallt verið stór hluti af orku- og veitugeiranum á Íslandi og hefur ný þekking og framsýni lagt grunninn að lífsgæðum í landinu og verðmætasköpun. Á ársfundi Samorku verður fjallað um þessa grósku í fortíð, nútíð og framtíð.