Orkuskipti í samgöngum eru mikilvægur hluti af því að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn.

Opinn ársfundur Samorku mun fjalla um orkuskipti frá hinum ýmsu hliðum. Hvað þarf til að ná fram þeim orkuskiptum sem til þarf fyrir árið 2030? Hvað þarf til að skipta alveg út jarðefnaeldsneyti fyrir okkar endurnýjanlegu orkugjafa?

Dagskrá verður birt innan skamms. Dagskráin verður tvískipt. Annars vegar verður dagskrá í Norðurljósum frá kl. 13 – 14.30. Þá verður gert hlé. Dagskrá hefst svo kl. 15 og stendur til 16.30.

Samhliða ársfundinum verður sýning á farartækjum sem ganga fyrir hreinni orku.

Allir eru velkomnir á fundinn og á sýninguna. Skráningar er óskað til að geta áætlað veitingar.

Fyrr um daginn verður aðalfundur Samorku haldinn. Sá fundur er aðeins ætlaður aðildarfélögum Samorku. Skráning á hann er einnig hér á forminu fyrir neðan. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf, nánari dagskrá send út í tölvupósti.

 


Ég mæti á aðalfund kl. 10 (aðeins fyrir aðildarfélög Samorku)
Ég mæti á opinn ársfund kl. 13