VIÐBURÐINUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ

 

 

Orkuskipti í samgöngum eru mikilvægur hluti af því að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum miðað við Parísarsamninginn.

Opinn ársfundur Samorku mun fjalla um orkuskipti frá hinum ýmsu hliðum. Hvað þarf til að ná fram þeim orkuskiptum sem til þarf fyrir árið 2030? Hvað þarf til að skipta alveg út jarðefnaeldsneyti fyrir okkar endurnýjanlegu orkugjafa?

Dagskrá opins ársfundar:

Ávarp formanns – Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku
Ávarp ráðherra – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þriðju orkuskiptin: Innviðir og orkuþörf – Auður Nanna Baldvinsdóttir, Landsvirkjun og Sigurjón Kjærnested, Samorka
Tækifærið þitt er núna – Sigurður Ingi Friðleifsson, Orkusetri
Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, Samorku

Kaffihlé
Einn, tveir og orkuskipti! – Sýning á hreinorkufarartækjum og lausnum. Allir velkomnir.

Eru orkuskiptin hagkvæm? – Ingvar Freyr Ingvarsson, Samorku
Svona hleður landinn: Niðurstaða rafbílarannsóknar Samorku – Scott Lepold, GEOTAB og Kjartan Rolf Árnason, RARIK.
Leiðir til orkuskipta á hafi: Pathways for Decarbonisation: Elena Hauerhof, University Maritime Advisery Services
Fundarstjóri: Hafrún Þorvaldsdóttir, Orku náttúrunnar

 

Samhliða ársfundinum verður sýning á farartækjum sem ganga fyrir hreinni orku.

Allir eru velkomnir á fundinn og á sýninguna. Skráningar er óskað til að geta áætlað veitingar.

Fyrr um daginn verður aðalfundur Samorku haldinn. Sá fundur er aðeins ætlaður aðildarfélögum Samorku. Skráning á hann er einnig hér á forminu fyrir neðan. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf, nánari dagskrá send út í tölvupósti.