Fagþing rafmagns 2019

UPPSELT ER Á FAGÞING RAFMAGNS 2019. Enn er hægt að skrá sig á tækni- og framkvæmdadaginn eingöngu.

UPPSELT

Fagþing rafmagns verður haldið dagana 22. – 24. maí á Park Inn hótelinu í Keflavík, Reykjanesbæ. Hótelið er hið glæsilegasta og hafa gestir þingsins það út af fyrir sig á meðan á þinginu stendur.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum um framleiðslu, dreifingu, flutning og sölu á rafmagni.

Þá verður einnig boðið upp á vöru- og þjónustusýningu, framkvæmda- og tæknidag þar sem sýnikennslur og keppnir fara fram á milli orkufyrirtækjanna. Skemmtidagskrá fyrir maka/gesti, vísindaferð, hátíðarkvöldverður og skemmtun verður á sínum stað.

Framkvæmda- og tæknidagurinn verður miðvikudaginn 22. maí en fimmtudag og föstudag verður formleg fagþingsdagskrá.

Gisting á Park Inn hótelinu (með morgunverðarhlaðborði): 
Einstaklingsherbergi: 17.900 kr.
Tveggja manna herbergi: 21.900 kr. 

Til að bóka herbergi þarf að fylla út bókunarskjalið hér fyrir neðan og senda á groupbookings.keflavik@parkinn.com. Einstaklingar geta fyllt það út og sent strax inn með öllum þeim upplýsingum sem beðið er um, en einnig geta fyrirtæki tekið frá ákveðinn fjölda herbergja í sínu nafni og sent svo nöfn gesta þegar nær dregur. 

Samorka hefur einnig tekið frá herbergi á fleiri stöðum:

Hótel Keilir, Hafnargötu 37, s. 420-9800 :
Herbergi með morgunverði: 14.900 kr.
Bókunarnúmer er 22240519.

Hótel Duus, Duusgötu 10:
Tveggja manna herbergi með morgunmat: 15.000 kr.
Einstaklingsherbergi með morgunmat: 13.000 kr.
booking@hotelduus.is, tilvísunarnúmer er 464.

Til að skrá sig á Fagþingið þarf að fylla út eftirfarandi skráningarform.

Uppfært á mánudegi 20. maí: ATH að skráningu í hátíðarkvöldverð er lokið. Ekki er hægt að tryggja að pláss verði fyrir þá sem óska þess að skrá sig í hann eftir að skráningu lauk, þó að við reynum það sem við getum.

Allar nánari upplýsingar varðandi dagskrá, matseðla og fleira eru á heimasíðu Fagþingsins.

    Vinsamlegast hakið í það sem við á:

    Ég mæti á framkvæmda- og tæknidaginn 22. maí - 9.900 kr.