Fagþing rafmagns verður haldið dagana 22. – 24. maí á Park Inn hótelinu í Keflavík, Reykjanesbæ. Hótelið er hið glæsilegasta og hafa gestir þingsins það út af fyrir sig á meðan á þinginu stendur.

Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum um framleiðslu, dreifingu, flutning og sölu á rafmagni.

Þá verður einnig boðið upp á vöru- og þjónustusýningu, framkvæmda- og tæknidag þar sem sýnikennslur og keppnir fara fram á milli orkufyrirtækjanna. Skemmtidagskrá fyrir maka/gesti, vísindaferð, hátíðarkvöldverður og skemmtun verður á sínum stað.

Skráning á fagþingið opnar fljótlega.