Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldinn í Hveragerði dagana 23. – 25. maí 2018. Fundurinn verður haldinn á Hótel Örk, þar sem aðstaða er öll til fyrirmyndar.

Dagskráin verður metnaðarfull mun snerta á helstu viðfangsefnum veitna í dag og í náinni framtíð. Þá er áætlað að bjóða upp á ýmsar nýjungar, svo sem vöru- og þjónustusýningu, fagkeppni á milli fundargesta og sitthvað fleira. Skemmtidagskrá fyrir maka/gesti, hátíðarkvöldverður og skemmtun verður á sínum stað.

Hótel Örk hefur nýlega verið gert upp og er allt hið glæsilegasta. Stefnt er að því að taka í notkun hátt í 100 ný herbergi um það leyti sem fagfundurinn verður haldinn, svo Samorkufélagar gætu orðið fyrstir til að sofa í nýju rúmunum!

Hótelið hefur verið tekið frá fyrir Samorku, en fundargestir sjá sjálfir um að panta gistingu.

Gisting er með morgunverði pr. nótt. Öll aðstaða hótelsins er innifalin fyrir gesti: Sundlaug, gufubað, heitir pottar, setustofa með poolborði og borðtennisborði, þráðlaust net.

Einbýli: 13.500 kr.
Tvíbýli: 16.300 kr.
Superior: 22.900 kr.

Hægt er að skrá sig á fagþingið hér fyrir neðan.

23. maí verður sérstakur framkvæmda- og tæknidagur á Fagþinginu. Sá dagur er sérstaklega ætlaður því starfsfólki aðildarfélaga Samorku í framkvæmda- og tæknihlið verkefna, auk þess sem vöru- og þjónustusýningu, sýnikennslum og keppnum verður gert sérstaklega hátt undir höfði þennan dag. Þeir sem hyggjast skrá sig á þingið, en eru utan Samorku, skrá sig því eingöngu á Fagþingið 24. og 25. maí.

 

Vinsamlegast hakið í það sem við á:


Ég mæti á Fagþing 2018 24.-25. maí - 39.500 kr.
Ég mæti á Framkvæmda- og tæknidaginn 23. maí (ætlað starfsfólki veitu- og orkufyrirtækja) – 9.900 kr. (innifalið í þátttökugjaldi Fagþings)
Ég mæti á hátíðarkvöldverð 24. maí – 17.900 kr.
Hátíðarkvöldverður fyrir maka/gest – 17.900 kr.
Skemmtiferð maka/gests 24. maí – 9.900 kr.
Nafn gests: