Endurnýjanleg orka er verðmætari

Haustfundur Landsvirkjunar 2017 verður helgaður endurnýjanlegri orku, en fyrirtækið hefur frá upphafi unnið slíka orku. Fundurinn verður haldinn í Silfurbergi, Hörpu, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 8.30-10.00. Boðið verður upp á morgunkaffi frá kl. 8.00.

Vitundarvakning um umhverfis- og loftslagsmál á heimsvísu hefur aukið verulega verðmæti endurnýjanlegrar raforku. Á fundinum munu sérfræðingar Landsvirkjunar fjalla um þessi verðmæti frá ýmsum hliðum. Greint verður frá því hver áhrif loftslagsbreytinga hafa verið á orkuvinnslu og nýtingu íslenska kerfisins, hvernig endurnýjanleg orka er orðin eftirsóttari um allan heim og hvernig nýta má hana á ábyrgan og sjálfbæran hátt.

Dagskrá og skráningu má sjá á heimasíðu Landsvirkjunar.