#sendustraum á degi rafmagnsins

Hvernig væri lífið án rafmagns? Í nútíma samfélagi er svarið við þeirri spurningu líklega: Óhugsandi. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi. Langt skammdegið hefur engin áhrif á okkar daglega líf og við njótum þeirra forréttinda að orkan okkar er ódýr og um leið hrein, þar sem nær öll raforkuframleiðsla á Íslandi er […]

Ísland án jarðhita?

„Margfalt hærri reikningur fyrir húshitun. Engin snjóbræðsla í gangstéttum, gervigrasvöllum, eða bílastæðum. Engar knattspyrnuhallir. Miklu dýrara innlent grænmeti og/eða afar lítil innlend grænmetisframleiðsla. Fáar sundlaugar og litlar. Langar sturtuferðir mikill lúxus. Gluggar lítið opnaðir á veturna. Margfalt fleiri olíutankar. Margföld losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi.“ Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku, veltir fyrir sér spurningunni um Ísland án jarðhita í grein í Fréttablaðinu.

Græna raforkan gullkista Norðurlandanna

Flokkað í

„Græn raforka gæti orðið næsta stóra útflutningsævintýri Norðurlandanna að mati samtaka raforkufyrirtækja á hinum Norðurlöndunum, sem reyna nú í sameiningu að tryggja bætt aðgengi að evrópskum markaði gegnum þýska flutningskerfið. Á evrópskan mælikvarða er hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hátt í öllum ríkjunum og nýlega gaf Alþjóða orkumálastofnunin það út að Norðurlöndin væru eins konar grænt orkuver Evrópu til framtíðar.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku.

Rafmagn – einn mikilvægasti þáttur daglegs lífs

„Norðurlandabúar hafa notið rafmagns frá því um 1870 og Íslendingar frá því við upphaf 20. aldar. Í fyrstunni lýsti það upp vinnustaði, heimili og götur en nú knýr það upplýsingakerfin okkar, iðnaðinn, heimilistækin og í auknum mæli farartækin. Samfélag dagsins reiðir sig algjörlega á rafmagn og ekki bara til að létta störfin heldur ekki síður til afþreyingar og samskipta.“ Þetta kemur m.a. fram í Morgunblaðsgrein Eiríks Hjálmarsson, formanns kynningarhóps Samorku, á degi rafmagnsins.

Græn orka og loftslagsmál: Sérstaða og tækifæri

Flokkað í

„Með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað olíu spörum við andrúmsloftinu um 18 milljón tonn af losun koldíoxíðs árlega,“ segir m.a. í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku. Þar fjallar um hann um einstaka stöðu Íslands í krafti grænnar orku, en jafnframt um tækifærin framundan. Við getum bæði verið stolt af okkar græna orkukerfi og horft bjartsýn til enn aukins framlags okkar til þess að draga úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda, segir í grein Gústafs.

Græn orka og ferðamenn

„Náttúra Íslands hefur mikið aðdráttarafl og oft er vísað til könnunar Ferðamálastofu þar sem 80% aðspurðra ferðamanna segja íslenska náttúru hafa haft mikil áhrif á ákvörðun þeirra um að ferðast til Íslands. Hægt er að velja nokkur svör við þessari spurningu og þannig nefnir t.d. 41% svarenda íslenska menningu og sögu, 17% nefna lágt flugfargjald o.s.frv. Samtala svarhlutfalla er þannig ekki 100%, heldur 209%. Samorka hefur óskað eftir því að Ferðamálastofa bæti svarmöguleika við þessa spurningu: grænni orku.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku.