Þriðju orkuskiptin: Í þágu okkar allra

Grein eftir Ingvar Frey Ingvarsson, hagfræðing Samorku: Þriðju orkuskiptin: Í þágu okkar allra Árangur af Parísarsamningnum er fyrst og fremst háður þeim aðgerðum sem aðildarríki hans grípa til í því skyni að standa við skuldbindingar sínar. Ljóst er að áætlanir ríkjanna þurfa að vera metnaðarfullar og aðgerðirnar skjótvirkar. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það afar […]

Hlúum að innviðunum okkar

Hlúum að innviðunum okkar Enn og aftur höfum við verið minnt á hvað orkuinnviðirnir okkar eru mikilvægir heilsu, öryggi og lífsviðurværi fólks. Aftakaveður gekk yfir landið í vikunni og þrátt fyrir umfangsmikinn undirbúning og viðbúnað þeirra sem stuðla að öryggi og velferð landsmanna varð víðtækt og fordæmalaust rafmagnsleysi með tilheyrandi tjóni og óþægindum. Starfsfólk veitufyrirtækjanna, […]

Fráveitan er málið

Grein eftir Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku. Fráveitan er málið Fráveitumál eru eitt mikilvægasta umhverfismálið og snýr bæði að lýðheilsu og góðri umgengni við náttúruna. Á undanförnum áratugum hafa sveitarfélög og veitufyrirtæki í þeirra eigu lyft grettistaki í að bæta fráveitukerfi og fjölga skólphreinsistöðvum víða um land. Á árunum 1992-2005 fór hlutfall landsmanna sem búa við […]

Upprunaábyrgðir: Lóð á loftslagsvogarskálar

Aðsend grein í Morgunblaðið eftir Lovísu Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Samorku: UPPRUNAÁBYRGÐIR: LÓÐ Á LOFTSLAGSVOGARSKÁLAR Á Íslandi er rafmagn framleitt með endurnýjanlegum hætti. Þetta er staðreynd, sem þó skolast stundum til þegar uppgjör vegna upprunaábyrgða raforku, stundum kölluð græn skírteini, er birt einu sinni á ári. Því er rétt að skerpa aðeins á hvað upprunaábyrgðir eru, hver […]

#sendustraum á degi rafmagnsins

Hvernig væri lífið án rafmagns? Í nútíma samfélagi er svarið við þeirri spurningu líklega: Óhugsandi. Við tökum því sem sjálfsögðum hlut á hverjum degi. Langt skammdegið hefur engin áhrif á okkar daglega líf og við njótum þeirra forréttinda að orkan okkar er ódýr og um leið hrein, þar sem nær öll raforkuframleiðsla á Íslandi er […]

Ísland án jarðhita?

„Margfalt hærri reikningur fyrir húshitun. Engin snjóbræðsla í gangstéttum, gervigrasvöllum, eða bílastæðum. Engar knattspyrnuhallir. Miklu dýrara innlent grænmeti og/eða afar lítil innlend grænmetisframleiðsla. Fáar sundlaugar og litlar. Langar sturtuferðir mikill lúxus. Gluggar lítið opnaðir á veturna. Margfalt fleiri olíutankar. Margföld losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi.“ Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku, veltir fyrir sér spurningunni um Ísland án jarðhita í grein í Fréttablaðinu.

Græna raforkan gullkista Norðurlandanna

Flokkað í

„Græn raforka gæti orðið næsta stóra útflutningsævintýri Norðurlandanna að mati samtaka raforkufyrirtækja á hinum Norðurlöndunum, sem reyna nú í sameiningu að tryggja bætt aðgengi að evrópskum markaði gegnum þýska flutningskerfið. Á evrópskan mælikvarða er hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hátt í öllum ríkjunum og nýlega gaf Alþjóða orkumálastofnunin það út að Norðurlöndin væru eins konar grænt orkuver Evrópu til framtíðar.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku.

Rafmagn – einn mikilvægasti þáttur daglegs lífs

„Norðurlandabúar hafa notið rafmagns frá því um 1870 og Íslendingar frá því við upphaf 20. aldar. Í fyrstunni lýsti það upp vinnustaði, heimili og götur en nú knýr það upplýsingakerfin okkar, iðnaðinn, heimilistækin og í auknum mæli farartækin. Samfélag dagsins reiðir sig algjörlega á rafmagn og ekki bara til að létta störfin heldur ekki síður til afþreyingar og samskipta.“ Þetta kemur m.a. fram í Morgunblaðsgrein Eiríks Hjálmarsson, formanns kynningarhóps Samorku, á degi rafmagnsins.

Græn orka og loftslagsmál: Sérstaða og tækifæri

Flokkað í

„Með nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa í stað olíu spörum við andrúmsloftinu um 18 milljón tonn af losun koldíoxíðs árlega,“ segir m.a. í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku. Þar fjallar um hann um einstaka stöðu Íslands í krafti grænnar orku, en jafnframt um tækifærin framundan. Við getum bæði verið stolt af okkar græna orkukerfi og horft bjartsýn til enn aukins framlags okkar til þess að draga úr hnattrænni losun gróðurhúsalofttegunda, segir í grein Gústafs.