fbpx

Fréttir

Kristinn Harðarson til ON

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar (ON). Kristinn hefur starfað undanfarin 14 ár hjá álframleiðandanum Alcoa, lengst af sem framkvæmdastjóri álframleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli en einnig sem framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar sem og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Frá 2019 starfaði Kristinn hjá Alcoa Corporation í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn […]

Skrifstofa Samorku lokuð – Starfsfólk til staðar í fjarvinnu

Skrifstofa Samorku verður að mestu leyti lokuð á meðan á samkomubanni stendur á Íslandi. Þetta er varúðarráðstöfun til að minnka líkur á útbreiðslu kórónaveirunnar. Starfsfólk Samorku vinnur heiman frá og hægt er að ná í alla í síma, með tölvupósti og á fjarfundaforritinu Teams. Við hvetjum starfsfólk aðildarfélaga að vera í góðu sambandi og nú […]

Fjórir nýir kjörnir í stjórn Samorku

Gestur Pétursson, forstjóri Veitna og Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, voru í dag kjörnir fulltrúar sinna fyrirtækja í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna. Sigurður Þór Haraldsson, veitustjóri hjá Selfossveitum og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, voru einnig kjörnir í stjórn í fyrsta sinn. Þá var Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, endurkjörinn í stjórn Samorku […]

Ársfundi frestað

Í ljósi þess að hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna COVID-19 hefur verið ákveðið að grípa til þeirrar varúðarráðstöfunar að fresta ársfundi Samorku, sem átti að fara fram þriðjudaginn 10. mars í Hörpu. Aðildarfyrirtæki Samorku eru öll flokkuð sem samfélagslega mikilvægir innviðir sem öll önnur fyrirtæki og heimili í landinu nýta. Auk þess verður […]

Orkuskipti: Hvað þarf til?

  Hvað þarf til þess að skipta út jarðefnaeldsneyti á Íslandi í græna orku, bæði til að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og fyrir fullt og allt? Opinn ársfundur Samorku mun taka á þessum spurningum og svara þeim. Norðurljósum, Hörpu 8. september 2020 Dagskrá (drög): Ávarp formanns – Helgi Jóhannesson, formaður stjórnar Samorku Ávarp ráðherra […]

Sala upprunaábyrgða skaðar ekki ímynd Íslands

Upprunaábyrgðir raforku hafa verið til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um þær, en hins vegar hefur borið á grundvallar misskilningi um grunnatriði þeirra. Hér eru nokkrar staðreyndir um upprunaábyrgðir raforku og ástæður þess að Ísland tekur þátt. Kerfið er hluti af evrópskum loftslagsaðgerðum. Kerfið var sett á laggirnar […]

Hálendisþjóðgarður og orkuauðlindir þjóðarinnar

Grein eftir Ingibjörgu Ólöfu Ísaksen og Helga Jóhannesson: Í grein sem umhverfisráðherra skrifar í Vikudag þann 16. janúar sl. fjallar hann um drög að frumvarpi um hálendisþjóðgarð og setur m.a. fram spurninguna „Hvað með virkjanir?“. Þar kemur ráðherra inn á að virkjanir hafi verið bitbein stjórnmála og samfélagslegrar umræðu og nú sé reynt að sætta […]

Orkuveita Reykjavíkur Menntafyrirtæki ársins

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyrirtæki ársins og Samkaup Menntasproti ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu í dag. Orkuveita Reykjavíkur rekur mikilvæga innviði samfélagsins í […]

OR aðili að Nasdaq Sustainable Bond Network

Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið veitt aðild að hinu alþjóðlega Nasdaq Sustainable Bond Network (NSBN), sem er sameiginlegur vettvangur útgefenda grænna og samfélagslega ábyrgra skuldabréfa á Nasdaq verðbréfamörkuðunum víða um heim. OR er fyrst íslenskra útgefenda til að fá slíka aðild. Markmið NSBN er að veita fjárfestum greiðan aðgang að upplýsingum um útgefendur grænna og á […]

Framvarðasveit í fárviðri á degi rafmagnsins

Hin ótrúlega atburðarás sem fór í gang í óveðrinu mikla sem gekk yfir landið í desember 2019 og afleiðingar þess voru til umfjöllunar á opnum fundi Samorku í morgun undir yfirskriftinni Framvarðasveit í fárviðri. Á fundinum var farið yfir hvað gerðist, til hvaða aðgerða var gripið til og sýndar myndir frá erfiðum aðstæðum sem vinnuflokkar […]

Ertu að leita að þessu?