Fréttir

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Í dómnefnd sátu Ragna Sara Jónsdóttir formaður dómnefndar, Bryndís Skúladóttir efnaverkfræðingur og Þorsteinn Ingi Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur […]

Mikil tækifæri í fjórðu iðnbyltingunni

Spár sýna að tæknistörfum fjölgi mjög mikið á næstu árum með fjórðu iðnbyltingunni. Áhrif þessa gætu verið mikil á stöðu kynjanna á vinnumarkaði þar sem mikill meirihluti tæknistarfa er unninn af karlmönnum. Þetta var meðal þess sem rætt var á morgunverðarfundi Samorku og Origo og þeirri spurningu velt upp hvort fjórða iðnbyltingin sendi okkur tugi […]

Orkuveita Reykjavíkur fær 2 milljarða styrk

Orkuveita Reykjavíkur (OR) ásamt samstarfsaðilum hefur hlotið ríflega tveggja milljarða króna styrk úr Horizon 2020 Rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB. Styrkurinn er til verkefnisins GECO, sem miðar að sporlausri nýtingu jarðhita. OR leiðir þetta samstarfsverkefni 18 fyrirtækja og stofnana víðs vegar að úr Evrópu. Markmið GECO (Geothermal Emission Control) er að þróa jarðhitavirkjanir með sem allra […]

Hverjar eru helstu áskoranir Íslands í orkumálum?

Niðurstöður skýrslu Alþjóða orkuráðsins, World Energy Issue Monitor, voru kynntar á sameiginlegum fundi Orkustofnunar og Samorku. Skýrslan á að gefa vísbendingar um hvaða málefni séu stjórnendum orku- og veitufyrirtækja í heiminum efst í huga og skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu á sviði orkumála og tengdum greinum. Ísland var með í skýrslunni í annað sinn. […]

Ný íslensk rannsókn um hleðslu rafbíla

Flokkað í

Tvö hundruð eigendum raf- og tengiltvinnbíla hefur verið boðin þátttaka í rannsókn, sem kanna á hvernig þeir hlaða bílana sína. Niðurstöður rannsóknarinnar munu veita mikilvægar upplýsingar fyrir áframhaldandi orkuskipti í samgöngum hér á landi. Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, ásamt nokkrum af aðildarfyrirtækjum sínum, stendur fyrir rannsókninni sem stendur yfir í 12 mánuði og er […]

Húshitun ódýrust hér af Norðurlöndum

Mikill munur er á kostnaði vegna húshitunar fyrir íbúa í höfuðborgum Norðurlandanna. Íbúi í Kaupmannahöfn þarf að borga 314 þúsund krónur á ári, í Stokkhólmi rúmlega 300 þús krónur, í Osló 264 þúsund krónur og í Helsinki 246 þúsund krónur á ári. Í Reykjavík er árlegur kostnaður hins vegar aðeins 90 þúsund krónur. Að meðaltali […]

Opinn fundur um áhrif þriðja orkupakkans

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stendur fyrir fundi mánudaginn 13. ágúst um orkumál og EES samninginn með þáttöku fyrirlesara frá Samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði (ACER), lagadeild háskólans í Osló, Samorku og Orkustofnun. Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík, stofu M209. Orkumál og EES-samningurinn. Hver eru áhrif þriðja orkupakkans? Umræða hefur skapast hér á landi og […]

Þriðji orkupakki ESB – grein eftir Rögnu Árnadóttur

Ragna Árnadóttir, lögfræðingur og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, ritaði grein í vefútgáfu Úlfljóts, tímarits lögfræðinema, um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Í greininni fer Ragna ítarlega yfir aðdragandann að pakkanum, markmiðið með honum og áhrif innleiðingar á Íslandi. Hún segir hann rökrétt framhald af fyrri tveimur orkupökkum ESB, þar sem lögð var áhersla á innri markað til að auka […]

Vetnisbíll á vatnsverndarsvæði Veitna

  Veitur hafa tekið í notkun nýjan vetnisbíl sem ætlaður er til notkunar á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Bíllinn, sem er af gerðinni Hyundai ix35, mun auka öryggið í kringum vatnsból Veitna umtalsvert en hingað til hefur umsjónarmaður vatnsverndarsvæðisins ekið um á lekavottuðum díselbíl. Vetni er frumefni og þegar það binst súrefni myndar það vatn. Útblástur […]

Ertu að leita að þessu?