fbpx

Fréttir

Orkusalan framúrskarandi fyrirtæki

Orkusalan er framúrskarandi fyrirtæki árið 2019. Framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa. 2% íslenskra fyrirtækja ná markmiðum Creditinfo um framúrskarandi fyrirtæki árið 2019 og því um ánægjulega viðurkenningu að ræða. Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur. Listinn var […]

Bein útsending frá Umhvefisdegi atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins er haldinn í fjórða sinn miðvikudaginn 9. október í Hörpu. Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Dagskrá samtakanna hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10 þegar gert verður kaffihlé. […]

Kristín Linda Árnadóttir nýr aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar

Kristín Linda Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Kristín Linda hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2008. Þar áður gegndi hún starfi sviðsstjóra lögfræði- og stjórnsýslusviðs stofnunarinnar og var staðgengill forstjóra. Hún starfaði sem lögfræðingur í umhverfisráðuneytinu á skrifstofu laga og upplýsingamála frá 1998 til 2007. Kristín Linda lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands […]

Þeistareykjavirkjun hlaut gullverðlaun IPMA

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar á Norðausturlandi, hefur hlotið gullverðlaun Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga – IPMA Global Project Excellence Award. Verðlaunin eru stærstu verðlaun sem veitt eru í fagi verkefnastjórnunar á heimsvísu. Meginstef verðlaunanna í ár var sjálfbærni. Þeistareykjavirkjun hlaut verðlaunin í flokknum „Large-Sized Projects“ – stór verkefni. Úrskurður dómnefndar tilgreinir sem helstu styrkleika verkefnisins framúrskarandi samskipti við hagsmunaaðila […]

Algaennovation opnar í Jarðhitagarðinum

Algaennovation Iceland hefur opnað smáþörungaverksmiðju í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar. Þetta er fyrsta fyrirtækið sem hefur starfsemi í Jarðhitagarði ON í Ölfusi. Markmiðið með Jarðhitagarðinum er einmitt að breyta fjölbreyttum auðlindastraumum á jarðhitasvæðinu í verðmæti til framtíðar. Algaennovation er alþjóðlegt hátæknifyrirtæki sem þróað hefur aðferð til að breyta orku í fæðu og nýtir til […]

Stofnfundur Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir

Samorka er stolt af því að vera eitt stofnfélaga að Samstarfsvettvangi um loftslagsmál og grænar lausnir, sem vinnur að því markmiði að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Auk þess verður unnið með fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og einnig á samráðsvettvangurinn […]

Heitt vatn fundið í Súgandafirði

Leit á vegum Orkubús Vestfjarða að auknum jarðhita að Laugum í Súgandafirði hefur nú borið árangur. Talsvert magn af heitu vatni streymir inn í borholuna á 940 metra dýpi og er það yfir væntingum. Holan er orðin 971 metra djúp, en ekki liggur fyrir enn hvert lokadýpið verður, þar sem reiknað er með að bora […]

Veitur leiðrétta vatnsgjöld ársins 2016

Veitur hafa leiðrétt vatnsgjöld ársins 2016 í kjölfar úrskurðar í vor. Leiðréttingin nær til vatnsveitnanna í Reykjavík, á Akranesi, í Grundarfirði og Stykkishólmi. Í flestum tilvikum gengur leiðréttingin til lækkunar á vatnsgjöldum með gjalddaga nú í september. Samkvæmt lögum um vatnsveitur sveitarfélaga skal vatnsgjald hverrar vatnsveitu miðast við að það „…standi undir rekstri hennar, þ.m.t. […]

Sumarlokun skrifstofu Samorku

Skrifstofa Samorku verður lokuð frá 22. júlí og fram yfir verslunarmannahelgi vegna sumarlokunar Húss atvinnulífsins. Hægt er að ná í einstaka starfsfólk ef þarf með því að hringja og senda tölvupóst.  Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 6. ágúst.  Starfsfólk Samorku óskar öllum gleðilegs sumars. 

Ertu að leita að þessu?