Fréttir

Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála

Flokkað í

Framlag orku- og veitufyrirtækja til loftslagsmála er stórt, hvort sem litið er til fortíðar eða framtíðar. Um þetta var fjallað á opnum ársfundi Samorku, sem fram fór 6. mars 2018 á Hilton Nordica. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, ávarpaði ársfundinn í upphafi hans. Ávarp – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir from Samorka […]

Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi fyrir árið 2040

Flokkað í

Orku- og veitustarfsemi ætlar að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Yfirlýsing þess efnis var afhent Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindamála á ársfundi Samorku í dag. Í yfirlýsingunni kemur fram að orku- og veitufyrirtæki ætli sér að ná þessu markmiði með því að vera leiðandi í […]

Konur meirihluti stjórnar Samorku

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, var í dag kjörin fulltrúi Landsvirkjunar í stjórn Samorku á aðalfundi samtakanna. Þá voru einnig endurkjörin í stjórn þau Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, og Jóhanna B. Hansen, bæjarverkfræðingur Mosfellsbæjar. Í stjórn sitja jafnframt áfram þau Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku og Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur og Helgi Jóhannesson, forstjóri […]

Landsnet Menntasproti ársins

Landsnet er menntasproti ársins 2018. Allan sólarhringinn vinna starfsmenn í stjórnstöð fyrirtækisins við að stýra raforkukerfi Íslands sem er flóknasta kerfi landsins. Landsnet ber einnig ábyrgð á því að sinna viðhaldi þess og rekstri þannig að það virki, að tryggja að landsmenn geti haft ljósin kveikt þegar þeim hentar og að hjól atvinnulífsins snúist. „ […]

Hvað verður um starfið þitt?

Hvað verður um starfið þitt? er yfirskrift Menntadags atvinnulífsins sem verður haldinn í Hörpu fimmtudaginn 15. febrúar kl. 8.30-12. Dagurinn, sem nú er haldinn í fimmta sinn, er að þessu sinni tileinkaður hlutverki skólakerfis og atvinnulífs við að búa fólk undir þær tæknibreytingar sem standa yfir. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa hvatt fyrirtæki til dáða […]

Ásmundur nýr forstöðumaður upplýsingatækni Landsnets

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni þar sem hann mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets. Ásmundur er menntaður rekstrarverkfræðingur M.Sc. frá Álaborgarháskóla og tölvunarverkfræðingur frá HÍ. Hann hefur undanfarið ár starfað við upplýsingatækniráðgjöf hjá KPMG á Íslandi og þar á undan var hann forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá.  

ON tekur í notkun tvær nýjar hlöður

Orka náttúrunnar virkjaði tvær nýjar hlöður fyrir rafbílaeigendur á dögunum. Önnur þeirra var sett upp á Stöðvarfirði í lok janúar, en hin er við Minni-Borg í uppsveitum Suðurlands. Fyrrnefnda hlaðan er liður í því verkefni ON að opna hringveginn fyrir rafbíla, en sú síðari er sett upp þar sem eru vinsælar sumarbústaðarbyggðir og þar með […]

Nýr raforkusamningur Landsvirkjunar og Advania Data Centers

Landsvirkjun og hátæknifyrirtækið Advania Data Centers hafa undirritað rafmagnssamning um afhendingu á 30 MW til gagnaversins á Fitjum í Reykjanesbæ. Unnið er að mikilli stækkun gagnaversins og er ráðgert að umsvif Advania Data Centers þrefaldist. Starfsmenn gagnaveranna verða um 50 talsins og áætluð velta á árinu er um sex milljarðar króna. Samningurinn gerir Advania Data […]

#MeToo: Stjórn Samorku hvetur til aðgerða

Stjórn Samorku hvetur aðildarfyrirtæki samtakanna til þess að taka ákall #metoo umræðunnar föstum tökum. Frásagnir kvenna um áreitni og mismunun koma frá fjölbreyttum starfsstéttum og má því miður gera ráð fyrir að úrbóta sé einnig þörf innan orku- og veitustarfseminnar. Kynferðisleg áreitni, ofbeldi og mismunun á aldrei rétt á sér og stjórn Samorku hvetur stjórnendur […]

Jafnvægi í rekstri Landsnets

Hagnaður Landsnets nam tæpum þremur milljörðum króna á árinu 2017  og er það mikill viðsnúningur frá árinu áður, þegar um 1,4 milljarða tap var á rekstrinum. Þetta kemur fram í ársreikningi Landsnets fyrir árið 2017 sem samþykktur var í dag. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, segir ánægjulegt að reksturinn sé í takt við áætlanir og […]

Ertu að leita að þessu?