fbpx

Fréttir

Orkusalan kolefnisjafnar eigin raforkuvinnslu

Flokkað í

Orkusalan skrifaði í dag undir staðfestingu þess að fyrirtækið kolefnisjafni nú eigin raforkuvinnslu. Kolefnisspor raforkunnar með tilliti til bindingar er því ekkert. Orkusalan er fyrsta fyrirtækið sem nær þessu markmiði hér á landi. Allur rekstur sem hlýst af starfsemi fyrirtækisins er einnig kolefnisjafnaður. Vinnsla á rafmagni veldur mismikilli losun, en öll raforka Orkusölunnar kemur frá […]

Bryndís Ísfold nýr forstöðumaður hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Samskipta og samfélags hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Einingin er ný og hlutverk hennar er að sjá um samskipta- og markaðsmál hjá samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur. Auk móðurfélagsins tilheyra henni dótturfyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar, Gagnaveita Reykjavíkur og CarbFix. Bryndís er með BA gráðu í stjórnmálafræði og BS gráðu í viðskiptafræði frá […]

Þriðju orkuskiptin: Í þágu okkar allra

Grein eftir Ingvar Frey Ingvarsson, hagfræðing Samorku: Þriðju orkuskiptin: Í þágu okkar allra Árangur af Parísarsamningnum er fyrst og fremst háður þeim aðgerðum sem aðildarríki hans grípa til í því skyni að standa við skuldbindingar sínar. Ljóst er að áætlanir ríkjanna þurfa að vera metnaðarfullar og aðgerðirnar skjótvirkar. Ríkisstjórn Íslands hefur sett sér það afar […]

Ný skýrsla staðfestir takmörkun jarðstrengja

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið birtu í gær í samráðsgátt stjórnvalda skýrslu dr. Hjartar Jóhannssonar um mat á möguleikum þess að nýta jarðstrengi við uppbyggingu flutningskerfis raforku. Ráðuneytin kölluðu eftir þessari úttekt í samræmi við þingsályktun 26/148, frá júní 2018, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Helstu niðurstöður í skýrslunni eru samhljóða […]

Hlúum að innviðunum okkar

Hlúum að innviðunum okkar Enn og aftur höfum við verið minnt á hvað orkuinnviðirnir okkar eru mikilvægir heilsu, öryggi og lífsviðurværi fólks. Aftakaveður gekk yfir landið í vikunni og þrátt fyrir umfangsmikinn undirbúning og viðbúnað þeirra sem stuðla að öryggi og velferð landsmanna varð víðtækt og fordæmalaust rafmagnsleysi með tilheyrandi tjóni og óþægindum. Starfsfólk veitufyrirtækjanna, […]

Menntadagur atvinnulífsins 2020: Tilnefningar óskast

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu fimmtudaginn 14. febrúar 2019. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða […]

Aðalheiður til OR

Aðalheiður Sigurðardóttir hefur verið ráðin í nýtt starf forstöðumanns verkefnastofu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk hennar og samstarfsfólks verður að veita faglega forystu um verkefnamenningu hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögunum; Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Aðalheiður er viðskiptafræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) og frekara nám í þeim fræðum frá Stanford Center for Professional Development. […]

Landsvirkjun verður kolefnishlutlaus 2025

Landsvirkjun hefur sett fram nýja aðgerðaáætlun um að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2025. Landsvirkjun hefur um langt árabil lagt áherslu á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og unnið jafnframt að kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi. Í yfir 10 ár hefur fyrirtækið kortlagt og skrásett kolefnisspor sitt og birt árlega losunartölur í umhverfisskýrslum en góð þekking […]

Fráveitan er málið

Grein eftir Pál Erland, framkvæmdastjóra Samorku. Fráveitan er málið Fráveitumál eru eitt mikilvægasta umhverfismálið og snýr bæði að lýðheilsu og góðri umgengni við náttúruna. Á undanförnum áratugum hafa sveitarfélög og veitufyrirtæki í þeirra eigu lyft grettistaki í að bæta fráveitukerfi og fjölga skólphreinsistöðvum víða um land. Á árunum 1992-2005 fór hlutfall landsmanna sem búa við […]

Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála

  Landsvirkjun hlaut í dag Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2019. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhenti Herði Arnarsyni forstjóra og Selmu Svavarsdóttur, forstöðumanni á starfsmannasviði, verðlaunin á fundi um jafnréttismál í hátíðarsal Háskóla Íslands í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar og Halldór Benjamín […]

Ertu að leita að þessu?