fbpx

Fréttir

Tölum saman um græna framtíð

Áherslur Samorku fyrir alþingiskosningar 2021 from Samorka on Vimeo. Orku- og veituþjónusta er sú grunnþjónusta sem allt samfélagið byggir á og er undirstaða lífsgæða í landinu. Skilvirkur orku- og veitugeiri er einnig forsenda þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og til að nýta þau sóknarfæri sem gefast nú þegar eftirspurn eftir grænum lausnum eykst […]

Carbfix og ON fá 600 milljóna loftslagsstyrk

Flokkað í

Carbfix og Orka náttúrunnar, dótturfélög Orkuveitu Reykjavíkur, hafa hlotið styrk úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins (Innovation Fund) í verkefnið Silfurberg. Styrkurinn er einn sá hæsti sem veittur hefur verið til loftslagsverkefnis hér á landi og nemur um 3,9 milljónum evra, sem svara til tæplega 600 milljóna króna. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni er […]

Samorkuþingi frestað

Samorkuþingi, sem fram átti að fara í lok september á Akureyri, hefur verið frestað til maí 2022. Aðildarfyrirtæki Samorku flokkast undir samfélagslega mikilvæga innviði og frá upphafi faraldurs hefur heilsa og öryggi starfsfólks sett í forgang. Starfsfólkið sinnir mikilvægri grunnþjónustu, rafmagni, hitaveitu, fráveitu og vatnsveitu, sem samfélagið allt reiðir sig á. Nú er ljóst að […]

Sumarlokun Samorku

Skrifstofa Samorku lokar í tvær vikur vegna sumarlokunar Húss atvinnulífsins frá 19. júlí – 2. ágúst. Starfsfólk Samorku er í sumarfríi á meðan en ef nauðsynlega þarf að ná í okkur má hringja í farsíma. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 3. ágúst. Gleðilegt sumar!

Skráning hafin á Samorkuþing

Samorkuþing 2021 verður haldið dagana 30. september – 1. október í Hofi á Akureyri. Nú skal haldið upp á 25 ára afmælisþing samtakanna sem fór á frest árið 2020 – og er ætlunin enn að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til. Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum og vinnustofum þar sem fjallað verður um alla […]

Finnur Beck ráðinn til Samorku

Finnur Beck, lögfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður málefnastarfs hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja. Finnur starfaði sem lögfræðingur HS Orku hf. frá árinu 2015 til 2020 og var um tíma settur forstjóri félagsins. Finnur var áður meðal annars héraðsdómslögmaður hjá Landslögum og hefur sinnt stundakennslu við HR í Alþjóðlegum og evrópskum orkurétti og Fjármunarétti. Í […]

Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna 2021

Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög óska eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins fyrir 8. september. Verðlaunin eru veitt af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni, á Umhverfisdegi atvinnulífsins 6. október í Hörpu. Tekið er við tilnefningum með tölvupósti á sa@sa.is merktum „Tilnefning til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins“. Veitt eru tvenn verðlaun; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins. Dómnefnd velur úr tilnefningum* […]

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins kynntur í dag

Flokkað í

Loftslagsvegvísir atvinnulífsins verður formlega kynntur á rafrænum fundi í dag, miðvikudag, kl.15:00. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook og á Vimeo kl 15. Loftslagsvegvísir atvinnulífsins gefur yfirsýn yfir núverandi stöðu, auðveldar atvinnugreinunum að setja sínar loftslagsaðgerðir í stærra samhengi og hvetur atvinnulífið til frekari aðgerða. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ávarpar fundinn. Sigurður Hannesson, stjórnarformaður Grænvangs og […]

Almar ráðinn fagsviðsstjóri Samorku

Almar Barja hefur verið ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku. Almar útskrifaðist með M.Sc. í sjálfbærum orkufræðum frá Iceland School of Energy árið 2015 og er einnig með B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin fimm ár hefur Almar unnið sem hagfræðiráðgjafi hjá bresku ráðgjafastofunni Economic Consulting Associates. Þar vann hann með alþjóðastofnunum eins og World Bank, […]

Ertu að leita að þessu?