Fagþing hita-, vatns- og fráveitna 2023

Fagþing hita-, vatns- og fráveitna verður haldið á Hótel Selfossi dagana 4.-5. maí.

Framkvæmda- og tæknidagurinn verður haldinn eftir hádegi miðvikudaginn 3. maí. Dagurinn er sérstaklega ætlaður fagfólki í framkvæmdum. 

Vöru- og þjónustusýning verður til staðar eins og áður.

Við hvetjum ykkur til að tryggja ykkur herbergi á Hótel Selfossi sem fyrst, þar hafa verið tekin frá herbergi í nafni Samorku. Síminn er 480-2500.
Gisting í einstaklingsherbergi með morgunverði: 22.000 kr. (aukanótt á 12.500)
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði: 28.000 kr. (aukanótt á 16.000)

Heimasíða Fagþingsins er opin þar sem dagskrá og nánari upplýsingar er að finna.

    Vinsamlegast hakið í þá liði sem þið hyggist taka þátt í:

    Ég mæti á Fagþing 2023 4.-5. maí - 49.900 kr.
    Ég mæti á Framkvæmda- og tæknidaginn 3. maí (ætlað starfsfólki veitu- og orkufyrirtækja) – 12.900 kr.
    Ég mæti á hátíðarkvöldverð og skemmtun 4. maí – 15.900 kr.
    Ég vil grænkeramatseðil.
    Hátíðarkvöldverður og skemmtun fyrir maka/gest – 15.900 kr.
    Maki/gestur vill grænkeramatseðil.
    Ég mæti í skemmti- og vísindaferð (skráning nauðsynleg til að áætla sæti í rútu).