Ný bók um jarðhitalöggjöf

Lögmannsstofan BBA hefur gefið út handbókina „Geothermal Transparency Guide“. Í bókinni er veitt yfirsýn yfir helstu atriði jarðhitalöggjafar er varða rannsóknir, nýtingu og framleiðslu á raforku með jarðhita í 16 löndum, þ.m.t. á Íslandi. Löndin sem fjallað er um í bókinni eiga það sammerkt að nýta jarðhita til raforkuvinnslu nú þegar eða hafa möguleika og áhuga á slíkri nýtingu.

Markmið útgáfunnar er að auka gagnsæi og þekkingu á lagaumhverfi umræddra ríkja hvað varðar aðgang að auðlindum og önnur réttindi og skyldur aðila, bæði opinberra aðila og einkaaðila. Við vinnslu bókarinnar fékk BBA til liðs við sig  lögfræðistofur í hverju ríki fyrir sig til að geta lýst regluverki jarðvarma í hverjum stað.

Handbókin er án endurgjalds og má finna á heimasíðu BBA og einnig eftir óskum á bókarformi. Nánari upplýsingar beinist til ritstjóra bókarinnar, Hörpu Pétursdóttur, í netfangið harpa@bba.is.