Mikil tækifæri í fjórðu iðnbyltingunni

Spár sýna að tæknistörfum fjölgi mjög mikið á næstu árum með fjórðu iðnbyltingunni. Áhrif þessa gætu verið mikil á stöðu kynjanna á vinnumarkaði þar sem mikill meirihluti tæknistarfa er unninn af karlmönnum.

Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Norðurorku

Þetta var meðal þess sem rætt var á morgunverðarfundi Samorku og Origo og þeirri spurningu velt upp hvort fjórða iðnbyltingin sendi okkur tugi ára aftur í tímann hvað varðar jafnari kynjahlutföll í orku-, veitu- og upplýsingatæknigeiranum.

Húsfyllir var á fundinum

Frummælendur fundarins voru sammála um að þrátt fyrir að konum fjölgaði hægt í iðn- og tækninámi, þá væri ýmislegt sem gæfi ástæðu til bjartsýni. Bent var á að fjórða iðnbyltingin myndi ekki bara þurrka út störf, heldur einnig skapa mörg ný sem væru sennilega töluvert öðruvísi en störfin sem við þekkjum í dag og gætu nýst orku-, veitu- og upplýsingatæknifyrirtækjum til að höfða betur til kvenna. Í þeim breytingum sem framundan eru fælust því einnig mikil tækifæri fyrir konur til að hasla sér völl innan þessara atvinnugreina.

Snæbjörn Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Origo

Erindi fluttu Snæbjörn Ingólfsson, viðskiptastjóri hjá Origo, Erla Björg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri Norðurorku og Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.

Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans

Í pallborðsumræðum tóku þátt Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku, Elín Gränz, stjórnarmaður í Vertonet – samtökum kvenna í upplýsingatækni, Hildur Katrín Rafnsdóttir, stjórnarmaður í FNS – félagi náms- og starfsráðgjafa og Íris Baldursdóttir, stjórnarmaður í Konum í orkumálum.

Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku, stýrði fundinum.

Pallborðsumræður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ragna Árnadóttir og Magnús Þór Gylfason frá Landsvirkjun voru meðal gesta á fundinum
Fundargestir
Fundargestir
Ásgeir Margeirsson tekur til máls í pallborði
Íris Baldursdóttir frá KíO og Linda Stefánsdóttir frá Vertonet
Fundargestir
Fundargestir
Íris Baldursdóttir, Ásgeir Margeirsson, Elín Gränz, Hildur Ingvarsdóttir, Hildur Katrín Rafnsdóttir, Erla Björg Guðmundsdóttir og Lovísa Árnadóttir.