Kristinn Harðarson til ON

Can only be used directly for ON – Iceland.

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar (ON). Kristinn hefur starfað undanfarin 14 ár hjá álframleiðandanum Alcoa, lengst af sem framkvæmdastjóri álframleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli en einnig sem framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar sem og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Frá 2019 starfaði Kristinn hjá Alcoa Corporation í Pittsburgh í Bandaríkjunum.

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar (ON). Kristinn hefur starfað undanfarin 14 ár hjá álframleiðandanum Alcoa, lengst af sem framkvæmdastjóri álframleiðslu hjá Alcoa Fjarðaáli en einnig sem framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar sem og framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar. Frá 2019 starfaði Kristinn hjá Alcoa Corporation í Pittsburgh í Bandaríkjunum.

Kristinn er með meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og B.Sc. gráðu í iðnaðartæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Hann mun að auki útskrifast með MBA gráðu frá Háskóla Íslands nú í vor.

Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar:
„Það er okkur mikils virði að fá mann með jafn mikla og víðtæka reynslu og Kristinn í framkvæmdastjórn ON. Umhverfis – og öryggismál skipa ríkan sess í starfsemi okkar og mun reynsla Kristins gagnast ON vel þegar kemur að því að ná metnaðarfullum markmiðum okkar um kolefnishlutleysi virkjanareksturins, uppbyggingu á umhverfisvænni framleiðslustarfsemi í Jarðhitagarði ON sem og áframhaldandi þróun öryggismenningar fyrirtækisins.“

Orka náttúrunnar á og rekur tvær jarðgufuvirkjanir, á Hellisheiði og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkjun í Andakílsá í Borgarfirði. Jarðgufuvirkjanir leggja til rúman helming heita vatnsins í hitaveitunni á höfuðborgarsvæðinu og vinna rafmagn fyrir almennan markað og stórnotendur.