Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi fyrir árið 2040

Sameiginleg loftslagsyfirlýsing orku- og veitufyrirtækja afhent ráðherrum á ársfundi Samorku í dag.

Orku- og veitustarfsemi ætlar að verða kolefnishlutlaus fyrir árið 2040. Yfirlýsing þess efnis var afhent Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindamála á ársfundi Samorku í dag.

Í yfirlýsingunni kemur fram að orku- og veitufyrirtæki ætli sér að ná þessu markmiði með því að vera leiðandi í minnka kolefnisspor orku- og veitustarfsemi á Íslandi á sjálfbæran hátt, snjöllum og orkusparandi orku- og veituinnviðum til að stuðla að sjálfbæru samfélagi, virku og samkeppnishæfu markaðsumhverfi sem byggir á öruggri afhendingu endurnýjanlegrar orku og miðlun þekkingar til viðskiptavina, almennings og stjórnvalda í góðu samstarfi við hagaðila.

Í yfirlýsingunni segir jafnframt að orku- og veitustarfsemi á Íslandi geri miklar kröfur um gæði, afhendingaröryggi og hagkvæmni og áhersla sé lögð á rannsóknir og nýsköpun til að geta nýtt bestu mögulegu lausnir í þeim tilgangi. Rekstur orku og veitustarfsemi byggi á öguðum vinnubrögðum. Orku- og veitustarfsemi ætli að vera til fyrirmyndar í loftslagsmálum og byggja upp hæfni starfsfólks í þeim efnum.

One thought on “Kolefnishlutlaus orku- og veitustarfsemi fyrir árið 2040

Comments are closed.