Finnur Beck ráðinn til Samorku

Finnur Beck, lögfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður málefnastarfs hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja.

Finnur starfaði sem lögfræðingur HS Orku hf. frá árinu 2015 til 2020 og var um tíma settur forstjóri félagsins.

Finnur var áður meðal annars héraðsdómslögmaður hjá Landslögum og hefur sinnt stundakennslu við HR í Alþjóðlegum og evrópskum orkurétti og Fjármunarétti.

Í starfi sínu hjá HS Orku var Finnur fulltrúi félagsins í ýmsum nefndum og ráðum hjá Samorku. Hann þekkir því vel til samtakanna, þjónustu þeirra við aðildarfyrirtækin og hlutverks þeirra sem málsvara orku- og veitufyrirtækja.

„Orku- og veitugeirinn er ein af grunnstoðum íslensks samfélags og framundan eru stór verkefni sem tengjast nýútkominni orkustefnu, orkuskiptum og loftslagsmálum meðal annars. Ég hlakka til að takast á við þessi verkefni með öflugu teymi hjá Samorku“, segir Finnur.

Finnur hefur þegar hafið störf.