Fagfundur 2016 á Ísafirði

Fagfundur raforkumála 2016 verður afar fjölbreyttur og áhugaverður, með fjölda áhugaverðra fyrirlestra um allt það sem efst er á baugi innan raforkugeirans nú um stundir. Það eru vissulega áhugaverðir tímar sem við erum að upplifa í vinnunni okkar alla daga með gríðarlega fjölbreyttum tækniframförum á öllum sviðum raforkuiðnaðarins og áskorunum í umhverfismálunum. Dagskráin mun taka mið af öllum þessum þáttum og því verða fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr.

Dagskrá og fyrirkomulag Fagfundarins er í vinnslu og með því að smella hér má sjá hvernig dagskrárgerð vindur fram.