Nýr upplýsingavefur opnaður á þriðjudag

Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla hafa tekið höndum saman um að opna nýjan upplýsingavef um orkunotkun Íslands, orkuskipti og áhrif þeirra í Kaldalóni í Hörpu þriðjudaginn 18. október kl. 14-15.30.

Yfirskrift fundarins er Orkuskipti – hvað þarf til að ná fullum orkuskiptum og hver gæti efnahagslegur ávinningur Íslands verið? Á fundinum verður vefurinn opnaður og ný greining um efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum kynnt.

Þátttakendur í dagskrá:

  • Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
  • Haukur Ásberg Hilmarsson, hagfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá Eflu
  • Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku
  • Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Á fundinum verður vefurinn opnaður og kynnt ný greining um efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum.

Skráningar er óskað á si.is.

Stefnumótunardagur Samorku 2023

Stefnumótunardagur Samorku verður haldinn þann 17. febrúar á Fosshótel Reykjavík, sem staðsett er í Þórunnartúni.

Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi hjá DecideAct, leiðir fundinn og umræður.

Við bjóðum fulltrúum aðildarfélaga okkar að taka þátt í stefnumótuninni með því að skrá sig til leiks í forminu hér neðar á síðunni. Miðað er við 1-2 fulltrúa frá hverju aðildarfyrirtæki.

Dagskrá:

09.00 – 09.15: Opnun varaformanns Samorku – Sigurður Þór Haraldsson
09.15 – 09.30: Dagskrá og fyrirkomulag fundarins – Bjarni Snæbjörn Jónsson
09.30 – 10.00: Árangur og staða í kjölfar síðustu stefnumótunar
10.00 – 10.15: Kaffihlé
10.20 – 11.20: Áskoranir og tækifæri í ytra umhverfi
11.20 – 12.30: Samorka framtíðar – óskastaða
12.30 – 13.15: Hádegishlé
13.15 – 14.45: Greining á núverandi starfsemi, hvað er gott og hvað má betur fara
14.35 – 14.45: Samantekt
14.45 – 15.00: Kaffihlé
15.00 – 15.45: Mikilvægustu áherslurnar í starfsemi og umgjörð framávið
15.45 – 16.00: Samantekt og lokaorð
16.00 – 17.00: Léttar veitingar


Menntadagur atvinnulífsins 2022

Menntadagur atvinnulífsins fer fram 25. apríl næstkomandi. Dagurinn er nú haldinn í raunheimum eftir strangt tímabil fjarviðburða. Yfirskrift dagsins að þessu sinni er stafræn hæfni.

Frábærir fyrirlesarar og upplýsandi málstofur. Menntatorg atvinnulífsins verður á sínum stað. Ráðherrar menntamála, sem nú skiptast á þrjú ráðuneyti, verða á staðnum og taka þátt í pallborði um sína aðkomu að menntamálum.

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða einnig afhent af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum; menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.
Það verður forvitnilegt að sjá hvaða fyrirtæki bætast í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa hlotið verðlaunin til þessa. Íslandshótel voru menntafyrirtæki ársins og Domino’s menntasproti ársins árið 2021.

Dagskrá menntadagsins:
09:00 – 10:30: Menntadagur atvinnulífsins – formleg dagskrá
10:30 – 11:00: Menntatorg og netagerð
11:00 – 12:00: Málstofur

Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn með því að smella hér: Skráning.

Græn framtíð: Hvað þarf til?

Opinn ársfundur Samorku verður haldinn þriðjudaginn 15. mars í Norðurljósum, Hörpu og hefst kl. 13. Græn framtíð: Hvað þarf til?

Umfjöllunarefni fundarins er þau tækifæri og áskoranir sem felast í því markmiði stjórnvalda að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust innan fárra ára.

Allir eru velkomnir á fundinn. Aðgangur er ókeypis en skráningar er óskað. 

 

Aðalfundur Samorku 2022

Aðalfundur Samorku verður haldinn í Norðurljósum, Hörpu, þann 15. mars 2022. Fundurinn hefst kl. 10.30.

Stefnt er að aðalfundi þar sem gestir mæta í eigin persónu. Mæting á staðinn og þá eftir atvikum fjöldi þeirra sem getur mætt, ræðst af þeim reglum sem þá munu gilda um samkomutakmarkanir.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því að skrá ykkur hér fyrir neðan eigi síðar en mánudaginn 14. mars.

Dagskrá:

10:00 Skráning
10:30 Aðalfundarstörf

Setning: Berglind Rán Ólafsdóttir, formaður stjórnar Samorku

Dagskrá aðalfundar skv. lögum Samorku :

  1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar
  3. Ársreikningur ásamt skýrslu endurskoðanda
  4. Fjárhagsáætlun
  5. Tillögur um lagabreytingar (engar)
  6. Tillögur kjörnefndar
  7. Kjör stjórnar, stjórnarformanns og endurskoðanda
  8. Kjör í kjörnefnd
  9. Önnur mál
    – Tillaga að leiðbeiningum fyrir kjörnefnd
    – Tillaga að ályktun aðalfundar

13.00 Opinn ársfundur: Græn framtíð – hvað þarf til?

Ársfundurinn verður einnig í beinni útsendingu á heimasíðu Samorku.

    Ég þigg hádegisverð

    AFLÝST: Desemberfundur 2021

    DESEMBERFUNDUR SAMORKU 2021 HEFUR VERIÐ SLEGINN AF

    Desemberfundur Samorku verður haldinn þann 2. desember 2021 milli kl. 15 og 17 á Icelandair hótel Natura.

    Ítarleg dagskrá verður birt síðar, en ætlunin er að halda áfram að kynna viðamikið starf í ráðum og hópum Samorku. Við fáum að heyra frá nokkrum ráðum og hópum og hvaða viðfangsefni þau hafa verið að fást við.

    Þegar dagskrá lýkur ætlum við að gæða okkur á jólapinnamat og drykkjum og eiga vonandi gott spjall áfram.

    Verð á fundinn: 6.500 kr.

    Fundurinn er eingöngu ætlaður starfsfólki aðildarfélaga Samorku.

    Menntamorgnar: Hæfni í atvinnulífinu

    Menntamorgnar atvinnulífsins fara af stað aftur 7. október næstkomandi og hefst fyrsti fundur haustsins klukkan 8:30. Boðið verður upp á morgunkaffi en áætlað er að fundinum ljúki kl. 9:30. Menntamorgnar eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka.

    Fundurinn ber yfirskriftina Hæfni í atvinnulífinu … Hver ber ábyrgð á henni?

    Sigríður Guðmundsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) í upphafi árs 2021. Sigríður hefur starfað um árabil í ýmsum mannauðs- og fræðslumálum m.a. sem fræðslu- og mannauðsstjóri Eimskips, ráðgjafi hjá Attentus – Mannauður og ráðgjöf og sem grunnskólakennari.

    Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er að stærstum hluta í eigu SA og ASÍ og hefur það hlutverk að veita fólki á vinnumarkaði sem ekki hefur lokið formlegu námi úr framhaldsskóla tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína. Þessu hlutverki sinnir FA með því að greina, meta og þróa leiðir og aðferðir til að auka hæfni á vinnumarkaði í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífi um allt land.

    Í síbreytilegum heimi þar sem tækni og nýsköpun skipta sífellt meira máli hefur sjaldan verið mikilvægara að viðhalda hæfni og þekkingu í samræmi við kröfur atvinnulífsins. Sigríður ætlar í spjalli sínu að fara yfir verkfæri sem FA hefur þróað og geta nýst atvinnulífinu til aukinnar hæfniþróunar.

    Hröð tækniþróun eykur möguleikana á sveigjanlegum, skilvirkum og hagkvæmum valkostum þegar kemur að þessari fræðslu þar sem rafrænt námsumhverfi er í forgrunni. Með rafrænu námsumhverfi skapast lausnir og tækifæri fyrir öll fyrirtæki en ekki síst lítil og meðalstór fyrirtæki sem og fyrirtæki á landsbyggðinni.

    Morgunfundirnir eru frábær leið til að vera með puttann á púlsinum í fræðslu og símenntun fyrirtækja.

    Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu SA.

    Tölum saman um græna framtíð

    Áherslur Samorku fyrir alþingiskosningar 2021 from Samorka on Vimeo.

    Orku- og veituþjónusta er sú grunnþjónusta sem allt samfélagið byggir á og er undirstaða lífsgæða í landinu. Skilvirkur orku- og veitugeiri er einnig forsenda þess að standast alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum og til að nýta þau sóknarfæri sem gefast nú þegar eftirspurn eftir grænum lausnum eykst um allan heim.

    Samorka vildi því kynna helstu tækifæri og viðfangsefni sem blasa við í þessum málaflokki í aðdraganda alþingiskosninga.

    Páll Erland, framkvæmdastjóri Samorku, kynnti helstu tækifæri og viðfangsefni sem blasa við í orku- og veitumálum í aðdraganda alþingiskosninga í beinni útsendingu á Facebook og heimasíðu Samorku.

     

    Áherslurnar er einnig að finna á nýrri vefsíðu Samorku.

    Hér má nálgast áherslurnar á pdf formi:

    Samorka-Kosningaaherslur21

     

    Fundinn í heild sinni má sjá hér:

    Samorkuþing 2022

    SAMORKUÞING 2022

    RÁÐSTEFNA UM ORKU- OG VEITUMÁL

    Samorkuþing 2022 verður haldið dagana 9. – 10. maí í Hofi á Akureyri. Nú skal haldið upp á 25 ára afmælisþing samtakanna sem fór á frest árið 2020 og 2021 – og er ætlunin enn að gera Samorkuþingið hið allra öflugasta hingað til.

    Hér fyrir neðan er dagskráin eins og hún var fyrirhuguð 2021. Fyrirvari er um breytingar. Allar nánari upplýsingar verða sendar út þegar nær dregur. Aðildarfyrirtæki þurfa sjálf að bóka herbergi upp á nýtt, en herbergin hafa verið tekin frá á nýjum dagsetningum 2022. 

    Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá með metnaðarfullum erindum og vinnustofum þar sem fjallað verður um alla þætti starfsemi aðildarfyrirtækja Samorku: Hitaveitur, vatnsveitur, fráveitur, framleiðslu, flutning, dreifingu og sölu á raforku – frá mörgum hliðum – allt frá auðlindum, framkvæmdum, stoðstarfsemi og til samskipta við viðskiptavini. Þá verða ýmis mikilvæg sameiginleg málefni tekin fyrir í sérstökum málstofum og vinnustofum, t.d loftslagsmál, skipulagsmál, veitustarfsemi, orkustefna, orkuskipti, jafnréttismál, orkuöryggi, samskiptamál, umhverfismál og fleira.

    Gert er ráð fyrir að þingið verði sett kl. 9.45 mánudaginn 9. maí í og því ljúki um kl. 16 þriðjudaginn 10. maí. Full dagskrá verður birt á vef þingsins, samorkuthing.is, þegar nær dregur.

    Upplýsingar um gistingu á Akureyri og flug eru neðst á þessari síðu.

    VÖRU- OG ÞJÓNUSTUSÝNING

    Á þinginu verður glæsileg vöru- og þjónustusýning þar sem helstu samstarfsaðilar orku- og veitufyrirtækja landsins verða á staðnum.

    HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR

    Hátíðarkvöldverður í Íþróttahöllinni verður á sínum stað á mánudagskvöldinu. Fordrykkur og svo glæsilegur þriggja rétta kvöldverður í kjölfarið.

    Veisustjórn: Hinn vinsæli dúett Hundur í óskilum sér til þess að gestir hafi sig alla við að halda matnum niðri vegna hláturskasta.

    PALLABALL

    Það er svo enginn annar er poppkonungurinn Páll Óskar sem kórónar kvöldið með hressilegu balli!

    NETAGERÐ FYRIR NÝLIÐA

    Ungt fólk og nýliðar í orku- og veitugeiranum eru boðnir velkomnir á Bryggjuna á Akureyri í hádeginu á mánudeginum til að sýna sig og sjá aðra!

    Pétur og Kolbrún Lilja hjá Leikfélagi Akureyrar hrista hópinn skemmtilega saman.

    MAKA- OG GESTAFERÐ

    Makar og aðrir gestir fá heilmikið fyrir sinn snúð á Samorkuþingi.

    Mánudaginn 9. maí verður haldið af stað til nýja heimabæjar okkar allra, Húsavíkur, þar sem nýja Eurovision safnið verður heimsótt, súpa og pizzuhlaðborð á Ja Ja Ding Ding ásamt hinum ýmsu stoppum á leiðinni til og frá bænum.

    Fararstjóri er Vilhjálmur „vandræðaskáld“ Bragason.

    Ítarleg dagskrá verður birt síðar.

    FLUG TIL AKUREYRAR

    Fyrsta vél Icelandair að morgni fer kl. 7.10 frá Reykjavíkurflugvelli og er orðin fullbókuð.

    Icelandair hefur bætt við vél sem fer kl. 8.30 að morgni 9. maí og svo annarri frá Akureyri þriðjudaginn 10. maí kl. 17.30. Endilega bókið ykkur flug sem fyrst.

    Við minnum á að einhverjir gætu átt inneign frá 2020/2021 sem gildir enn.

    Flugkóðar verða ekki í boði en Icelandair gefur tilboð í flug fyrir 10 eða fleiri. Beiðni um slíkt er fyllt inn á heimasíðu þeirra: https://www.icelandair.com/is/pakkaferdir/hopabokun/

    GISTING FYRIR GESTI SAMORKUÞINGS

    Tekin hafa verið frá herbergi á ýmsum gististöðum. Hvert og eitt aðildarfyrirtæki sér svo um að bóka þau til sín með eftirfarandi hætti:

    ICELANDAIR HÓTEL (UPPBÓKAÐ): 
    Til að bóka þarf að senda póst á miceres@icehotels.is og vísa í bókunarnúmer 559946 eða taka fram Samorkuþing.

    KEA HÓTEL (UPPBÓKAÐ):

    Til að bóka þarf að senda póst á disarun@keahotels.is og vísa í bókunarnúmer 20827581.

    Hótel Norðurland:

    Tekin hafa verið frá um 40 herbergi fyrir Samorkuþing. Bóka skal með því að hringja í 462-2600 eða senda póst á booking@hotel-nordurland.is.

    Sæluhús:

    Tekin hafa verið frá fjögur hús og 10 stúdíóíbúðir hjá Sæluhúsum.

    Húsin eru með heitum potti og taka 7 manns (ath að eitt herbergjanna er kojuherbergi). Verð 35.000 nóttin.
    Stúdíóíbúð með heitum potti: 14.500 kr. nóttin.

    Til að bóka skal senda póst á saeluhus@saeluhus.is og vísa í bókunarnúmer 474182A.

    Hótel Akureyri, Hafnarstræti:

    Samorka á frátekin 12 herbergi og einhver fleiri eru laus til viðbótar þar og á gistiheimilinu Akurinn. Hringja á í síma 462-5600 til að bóka, herbergin eru á nafni Samorku.

    Hótel Centrum, Hafnarstræti:

    Samorka á frátekin 18 herbergi, þar af fimm stúdíóíbúðir. Til að bóka skal senda póst á reception@centrum-hotel.is, bókunarnúmer 22801363 og taka fram Samorkuþing. Einnig er að hægt að hringja í síma 773-6600. Hægt er að bæta við morgunmat.

    Ef fleiri herbergjum verður bætt við á öðrum stöðum í bænum bætast þær upplýsingar þá hér við.

    Hótel Kjarnalundur, Kjarnaskógi:

    Samorka á frátekin um 40 herbergi fyrir gesti Samorkuþings. Til að bóka skal senda póst á info@kjarnalundur.is og taka fram að að þið viljið herbergi sem eru á nafni Samorku. Einnig er hægt að hringja í síma 460-0060.

    VINSAMLEGAST SKRÁIÐ YKKUR HÉR FYRIR NEÐAN:

    Hvar eru rafbílarnir?

    hvar_eru_rafbilarnir

     

    Íslandsbanki, Ergo og Samorka bjóða á morgunfund um rafbílavæðingu Íslands í Hörpu þann 10. nóvember. Rætt verður um þá innviði sem hér eru til staðar og hversu raunhæfir kostir rafbílar séu í dag og á komandi árum.