Ársfundur atvinnulífsins 7. apríl í Hörpu

Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni er yfirskrift ársfundar atvinnulífsins, sem haldinn verður í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl. Fjölbreyttur hópur leggur orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið, en sérstakur gestur er Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics.

Fundurinn er opinn öllum en skráningar er óskað.

Sjá nánar um dagskrá og skráningu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.

Nýting og verndun vatns á morgunfundi

Íslenska vatnafræðinefndin og Íslenska UNESCO-nefndin bjóða til morgunverðarfundar á Veðurstofu Íslands, Bústaðavegi 7, fimmtudaginn 31. mars. Fjallað verður um vatn af tilefni alþjóðlegum Degi vatnsins sem haldinn var hátíðlegur 22. mars.

Dagskrá fundarins:

Án vatns er enginn vinnandi vegur Sveinn Agnarsson, Háskóla Íslands

Að veita vatni Hólmfríður Sigurðardóttir, Orkuveitu Reykjavíkur

Verndun og nýting vatns: Siðferðislegar spurningar Skúli Skúlason, Háskólanum á Hólum

Boðið verður upp á morgunverð frá kl. 8 en dagskrá fundarins hefst 8.30. Áætluð fundarlok eru kl. 10. Fundargestir eru beðnir um að senda staðfestingu um þátttöku á netfangið skraning@vedur.is fyrir kl. 12 þann 30. mars.

Kynningarfundir um tillögur um flokkun virkjunarkosta

Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar mun ganga frá drögum að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta á miðvikudaginn, 30. mars. Til að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér drögin efnir verkefnisstjórn til kynningarfunda, sem hér segir:

31.3. – Reykjavík, Kaldalón í Hörpu, kl. 14-16
6.4. – Grindavík, Gjáin, kl. 20-22
7.4. – Kirkjubæjarklaustur, fundarstaður ekki ákveðinn, kl. 16:30-18:30
7.4. – Selfoss, Hótel Selfoss, kl. 20:30-22:30
11.4. – Stórutjarnir, Stórutjarnaskóli, kl. 20-22
12.4. – Akureyri, Hamrar í Hofi, kl. 12-14
12.4. – Varmahlíð, Miðgarður, kl. 20-22
13.4. – Nauteyri við Ísafjarðardjúp, Steinshús, kl. 20-22
Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar (léttan hádegisverð á fundinum á Akureyri). Fundirnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig.

Á vef um rammaáætlun má finna upplýsingar um allt sem við henni kemur, meðal annars skilgreiningu á rammaáætlun og lög sem um hana gilda.

Landsnet býður til vorfundar

Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica þriðjudaginn 5. apríl kl. 9-11. Fundurinn er öllum opinn en óskað er skráningar.

Dagskráin er eftirfarandi:

Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar – og viðskiptaráðherra.
Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir – Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets.
Knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.
Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga – Guðni Elísson, prófessor.
Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Fyrirspurnir og umræður

Áhugaverð erindi á Vísindadegi OR

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög halda árlegan Vísindadag þar sem kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki fyrirtækjanna eða samstarfsaðilum.
Erindin snúast meðal annars um:
• loftslagsmál og heilsu
• kolefnisspor og rafbíla
• bætta auðlindanýtingu
• vatns- og fráveitu
• framtíðarsýn hitaveitu
• heildarsýn á nýtingu háhita

Vísindadagur OR verður haldinn í Ráðstefnusal OR að Bæjarhálsi 1.

Dagskrá hefst kl. 8:30 og stendur til kl. 16:00. Vísindadagurinn er öllum opinn en skráningar er óskað. Boðið verður upp á léttan morgunverð kl. 8:10 og hádegisverð.

Dagskrá Vísindadagsins 2016 (.pdf).

Snjöll raforkukerfi og orkuskipti í samgöngum á ársfundi Samorku

Fjallað verður um snjöll raforkukerfi til framtíðar og fjölþættan ávinning af orkuskiptum í samgöngum á ársfundi Samorku, sem haldinn verður á Icelandair Hótel Natura (áður Loftleiðir) föstudaginn 19. febrúar 2016.

Fundurinn er opinn öllum en vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að fylla út skráningareyðublaðið, í netfangið skraning@samorka.is eða í síma 588 4430, eigi síðar en 16. febrúar nk.
13.00 Ársfundur Samorku, Víkingasal

Ávarp formanns
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur

Ávarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra 
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Snjallmælar og snjöll raforkukerfi til framtíðar 
Jakob S. Friðriksson, viðskiptaþróun, Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuskipti í samgöngum – fjölþættur ávinningur 
Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs

14.30 Kaffiveitingar í fundarlok

Fundarstjóri: Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, Orkuveitu Reykjavíkur

Fagfundur 2016 á Ísafirði

Fagfundur raforkumála 2016 verður afar fjölbreyttur og áhugaverður, með fjölda áhugaverðra fyrirlestra um allt það sem efst er á baugi innan raforkugeirans nú um stundir. Það eru vissulega áhugaverðir tímar sem við erum að upplifa í vinnunni okkar alla daga með gríðarlega fjölbreyttum tækniframförum á öllum sviðum raforkuiðnaðarins og áskorunum í umhverfismálunum. Dagskráin mun taka mið af öllum þessum þáttum og því verða fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr.

Dagskrá og fyrirkomulag Fagfundarins er í vinnslu og með því að smella hér má sjá hvernig dagskrárgerð vindur fram.

Norræna vatnsveituráðstefnan 2016 – Innsending ágripa úr erindum í fullum gangi

Fagaðilar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að senda inn erindi á Norrænu vatnsveituráðstefnuna, en innsending ágripa úr erindum fyrir ráðstefnuna er nú í fullum gangi og fer fram hér á heimasíðu ráðstefnunnar. Frestur til þess að senda inn ágrip úr erindum er 29. janúar – ef áhugi er fyrir því að senda inn ágrip úr erindi, en það næst ekki fyrir tímafrestinn, þá er hægt að láta vita af því í póstfangið sigurjon@samorka.is. Call for abstracts fyrir ráðstefnuna má nálgast það hér:

10. Norræna vatnsveituráðstefnan (The 10th Nordic drinking water conference) verður haldin á Íslandi í ár, dagana 28.-30. september í Hörpu. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og skiptast norðurlöndin á að halda hana. Í ár er hún skipulögð af Samorku í samstarfi önnur norræn samtök vatnsveitna. Á dagskrá verða erindi, vinnustofur, vísindaferð og fleira tengt öllum helstu málum er varða starfsemi vatnsveitna.