Ársfundur 2024: Ómissandi innviðir

Ársfundur Samorku verður haldinn þann 20. mars í Norðurljósum, Hörpu. Fundurinn hefst kl. 13 og gert er ráð fyrir að hann standi til kl. 15.

Fundurinn í ár ber yfirskriftina Ómissandi innviðir og verður kastljósinu beint að virði orku- og veituinnviða fyrir heimilin, fyrir atvinnulífið og fyrir efnahagslífið meðal annars.

Við fjöllum einnig um fólkið sem staðið hefur í ströngu við að halda úti orku- og veituþjónustu við ótrúlegar aðstæður í jarðhræringum á Reykjanesi. Við heyrum sögur þeirra, sjáum myndir sem teknar eru á vettvangi og ræðum stöðuna og framhaldið.

Fram koma:

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra

Kristín Linda Árnadóttir, stjórnarformaður Samorku

Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku

Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Intellicon, kynnir nýja greiningu á þjóðhagslegum áhrif og áskorunum orku- og veitugeirans

 

Pallborðsumræður: Náttúruhamfarir á Reykjanesskaga

Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur OR stýrir umræðum.

Atli Geir Júlíusson,  sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs í Grindavík

Björk Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá HS Orku

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ

Páll Erland, forstjóri HS Veitna

 

Pallborðsumræður: Efnahagsleg þýðing orku- og veituinnviða

Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður RARIK, stýrir umræðum.

Baldvin Björn Haraldsson, stjórnarformaður Elements

Gunnar Haraldsson, hagfræðingur Intellicon

Jón Skafti Gestsson, hagfræðingur Landsnets

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB

 

Raddir starfsfólks sem unnið hefur við erfiðar aðstæður á Reykjanesskaga

Lokað hefur verið fyrir skráningu á ársfundinn. Hægt er að horfa á streymið hér fyrir ofan.

Menntadagur atvinnulífsins 2024

Menntadagur atvinnulífsins 2024 verður haldinn í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar nk. kl. 09:00 – 10:30. Yfirskrift menntadagsins í ár er Göngum í takt: Er menntakerfið að halda í við þarfir atvinnulífsins?

Á fundinum kynnum við uppfærðar niðurstöður könnunar Gallup á eftirspurn eftir vinnuafli þvert á atvinnugreinar í því augnamiði að skilgreina nauðsynlegar aðgerðir svo vinnuaflsskortur hamli ekki vexti í atvinnulífinu. Rödd atvinnulífsins fær að heyrast sem fyrr og ráðherrar málaflokksins mæta í umræður þar sem menntakerfið er krufið með tilliti til færniþarfar á vinnumarkaði.

Þá eru hin árlegu menntaverðlaun atvinnulífsins veitt í tveimur flokkum af Forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni.

Menntadagur atvinnulífsins er árlegur viðburður og samstarfsverkefni Samorku , Samtaka ferðaþjónustunnar , Samtaka fjármálafyrirtækja , Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi , Samtaka iðnaðarins , Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins.

Skráningar er óskað á fundinn og það er gert á heimasíðu SA.

Aðalfundur 2024

Aðalfundur Samorku verður haldinn miðvikudaginn 20. mars í Hyl, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á aðalfundinum með því að skrá ykkur hér fyrir neðan eigi síðar en mánudaginn 18. mars.

Einnig er hægt að skrá strax þátttöku á opinn ársfund Samorku, sem hefst samdægurs kl. 13 í Norðurljósum í Hörpu. Dagskrá opna ársfundarins verður auglýst síðar.

Dagskrá:

10:00 Skráning
10:30 Aðalfundarstörf

Setning: Kristín Linda Árnadóttir, formaður stjórnar Samorku

Dagskrá aðalfundar skv. lögum Samorku :  

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara   

2. Skýrsla stjórnar  

3. Ársreikningur ásamt skýrslu endurskoðanda  

4. Fjárhagsáætlun  

5. Tillögur um lagabreytingar (engar) 

6. Tillögur kjörnefndar  

7. Kjör stjórnar, stjórnarformanns og endurskoðanda  

8. Kjör í kjörnefnd  

9. Önnur mál 

– Tillaga að ályktun aðalfundar. 

 

    Opinn fundur orkuskiptahóps Samorku

    Orkuskiptahópur Samorku býður til opins samtals við sérfræðinga orku- og veitugeirans um málefni orkuskiptanna föstudaginn 24. nóvember frá kl. 9.00 – 10.30. Á fundinum verður rætt við sérfræðinga og leiðandi fyrirtæki í orkuskiptum:

    Ágústa Loftsdóttir (EFLA) – Afl- og orkuþörf vegna orkuskipta í þungaflutningum
    Gnýr Guðmundsson (Landsnet) – Raforkuspá Landsnets
    Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir (Ölgerðin) – Orkuskipti Ölgerðarinnar, reynsla og áskoranir

    Fundurinn verður í opnu streymi í gegnum Teams og gestir fundarins geta borið upp spurningar.

    Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn hér.

    Fagþing raforku 2024

    Fagþing raforku verður haldið dagana 23. – 24. maí 2024 á Hótel Örk í Hveragerði. Samhliða þinginu verður vöru- og þjónustusýning.

    Nánari tilhögun verður kynnt innan skamms.

    Samkeppnisréttarnámskeið Samorku II

    Samorka býður til námskeiðs um samkeppnisrétt.

    Á námskeiðinu er farið sérstaklega yfir samkeppnisréttaryfirlýsingu Samorku (sjá viðhengi) og mikilvægar samkeppnisréttarreglur sem hafa þýðingu fyrir starf atvinnugreinasamtaka.  Námskeiðið er hugsað fyrir öll þau sem taka þátt í hvers konar starfi Samorku.

    Jóna Björk Helgadóttir, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti, kennir námskeiðið sem haldið verður í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarsalnum Hól. Einnig verður boðið upp á að sitja það í gegnum Teams.

    Við erum öll bundin reglum samkeppnisréttarins í samskiptum okkar á vegum Samorku og mikilvægt að þekkja þær reglur, þannig að við getum tryggt að starfsemi samtakanna og fyrirtækja okkar séu alltaf í fullu samræmi við lög. Það eru því eindregin tilmæli stjórnar Samorku að þeir sem taka reglulegan þátt í starfi á vegum samtakanna mæti á námskeiðið

    Vinsamlegast skráið þátttöku í eftirfarandi form:

      Vinsamlegast hakið í viðeigandi lið:

      Ég mæti í eigin persónu.
      Ég mæti á fundinn á Teams

      Desemberfundur 2023

      SKRÁNINGARFRESTUR Á DESEMEBERFUND ER LIÐINN.

      Á desemberfundi verður innra starf Samorku til umfjöllunar að venju og í ár verður afrakstur stefnumótunarvinnu kynntur. Þá fjöllum við um orku- og veitustarfsemi á tímum náttúruvár og heyrum frá völdum ráðum og hópum um starfið á árinu.

      Fundurinn er fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja Samorku og ekki ætlaður öðrum.

      Að þessu sinni verður desemberfundurinn haldinn í notalegum Sjálfstæðissal nýja hótelsins við Austurvöll, eða gamla Nasa eins og mörg þekkja. Þar mun skemmtunin einnig fara fram, en við bregðum okkur fram á Telebar í móttöku hótelsins í fordrykk.

      Að loknum fundi tekur skemmtidagskráin við, boðið verður upp á góðan jólapinnamat og svo mun Guðrún Árný stýra hressilegum samsöng hinna ýmissa slagara og við gerum ráð fyrir að Samorkufólk sýni og nýti sönghæfileikana eins og á desemberfundum síðustu ára!

      Rétt er að taka fram að dagskrá getur tekið breytingum með skömmum fyrirvara í ljósi aðstæðna á Reykjanesi.

      Verð á desemberfundinn er 3.900.

      Verð á fundinn ásamt mat og skemmtun er 14.900.

      SKRÁNINGARFRESTUR Á DESEMEBERFUND ER LIÐINN.

      Nýsköpunarverðlaun Samorku: Hugvit – Hringrás – Árangur

      Nýsköpunarverðlaun Samorku verða afhent í þriðja sinn á opnum fundi í Hörpu mánudaginn 18. september kl. 13.00 – 14.30. Öll eru velkomin í Hörpu, en fundinum verður einnig streymt hér og hefst það kl. 13.

      Fundurinn ber yfirskriftina Hugvit / Hringrás / Árangur og á honum verður fjallað um grósku nýsköpunar í orku- og veitugeiranum, sem er mjög mikilvæg fyrir þær umbreytingar sem eru framundan á orkukerfum heimsins.

      Dagskrá:

      Nýjar lausnir fyrir nýja tíma – Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku
      Umgjörð nýsköpunar og tækni í Svíþjóð – Magnus Rehn, fjárfestir, stjórnendaráðgjafi og ráðgjafi nýsköpunarfyrirtækja hjá Sting
      Fyrrum handhafar Nýsköpunarverðlauna Samorku taka stöðuna í léttu pallborði – Linda Fanney Valgeirsdóttir hjá Alor og Ósvaldur Knudsen hjá Laki Power
      Afhending verðlauna: Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri KLAK – Icelandic Startups og talsmaður dómnefndar gerir grein fyrir rökstuðningi dómnefndar. Ásta Sóllilja og Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku afhenda verðlaunin.

      Fundarstjóri: Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

      Fjögur fyrirtæki eru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna Samorku 2023. Þau eru:

      ATMONIA – Atmonia þróar róttæka og sjálfbæra tækni sem nýtir efnahvata fyrir rafefnafræðilega framleiðslu á ammoníaki fyrir áburð og rafeldsneyti Þannig er ammoníakið eingöngu framleitt með andrúmslofti, vatni og rafmagni og losar framleiðslan þar með ekki gróðurhúsalofttegundir.
      GEROSION – Gerosion sérhæfir sig í efnistæknilausnum fyrir jarðhita-, byggingar- og orkufrekan iðnað. Til dæmis hefur Gerosion verið að þróa umhverfisvænt, sementslaust steinlím og er einnig að þróa nýjar varnarfóðringar fyrir háhita- og djúpborunarholur, sem eykur möguleikana á því að framleiða sjálfbæra orku úr jarðvarma.
      HÁAFELL – Hafa verið brautryðjendur í nýtingu endurnýjanlegrar orku í sjókvíaeldi. Með því að leggja rafstreng í fóðurpramma spara þau 100.000 lítra af olíu á ári, sem jafngildir notkun 100 fólksbíla.
      SNERPA POWER – Snerpa Power er hugbúnaðarfyrirtæki á raforkumarkaði sem sérhæfir sig í lausnum sem skapa sjálfbært samkeppnisforskot. Með þeirri snjallvæðingu sem hugbúnaður Snerpu Power býður upp á er hægt að draga úr umframafli og nýta það beint í almenn orkuskipti.

      Fundurinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis, en skráningar er óskað svo hægt sé að tryggja pláss og draga úr matarsóun.

        Kynning EGEC á markaðsskýrslu um jarðvarma 2022

        Samorka er aðili að Evrópska jarðvarmaráðinu. Á morgun, fimmtudaginn 13. júlí, fer fram vefráðstefna og kynning á niðurstöðum markaðsskýrslu samtakanna um jarðvarma í Evrópu fyrir árið 2022. Ráðstefnan hefst kl. 9.30 að íslenskum tíma. 

        Skráningar er krafist með því að smella hér.

        Samkeppnisréttarnámskeið Samorku

        Samorka býður til námskeiðs um samkeppnisrétt miðvikudaginn 14. júní frá kl. 14 – 16.

        Á  námskeiðinu er farið sérstaklega yfir samkeppnisréttaryfirlýsingu Samorku og mikilvægar samkeppnisréttareglur sem hafa þýðingu fyrir starf atvinnugreinasamtaka.  Námskeiðið er hugsað fyrir öll sem taka þátt í hvers konar starfi Samorku og nýtist öllum sem starfa í samkeppnisréttarumhverfi.

        Jóna Björk Helgadóttir, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti, kennir námskeiðið.

        Námskeiðið verður haldið hjá Samorku í Húsi atvinnulífsins í fundarsalnum Hyl. Einnig verður boðið upp á að sitja það í gegnum Teams. Vinsamlegast skráið ykkur og tilgreinið með hvaða hætti þið hyggist sækja námskeiðið.

         

         

          Vinsamlegast hakið í viðeigandi lið:

          Ég mæti í eigin persónu.
          Ég mæti á fundinn á Teams