Ársfundur atvinnulífsins 7. apríl í Hörpu

Fíllinn í herberginu og leitin að peningastefnunni er yfirskrift ársfundar atvinnulífsins, sem haldinn verður í Hörpu fimmtudaginn 7. apríl. Fjölbreyttur hópur leggur orð í belg um peningamálin og starfsumhverfið, en sérstakur gestur er Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics.

Fundurinn er opinn öllum en skráningar er óskað.

Sjá nánar um dagskrá og skráningu á heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.