Þarf framtíðin orku?

Landsvirkjun býður til opins ársfundar miðvikudaginn 26. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar vrður hvatt til opinnar umræðu um orkumál og þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan. Hvernig er rekstur og fjárhagur fyrirtækisins að þróast? Hvað er að gerast á orkumörkuðum heimsins? Hvaða áhrif hefur það á Íslandi? Hver er orkuþörf framtíðar og hvernig mætum við henni?

Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, ávarpar fundinn og einnig Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar. Þá flytja Hörður Arnarson, forstjóri, og Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri, erindi.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má sjá á heimasíðu Landsvirkjunar.