Menntun og mannauður: Starfsþjálfun í fyrirtækjum

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 20. október frá kl. 8.30-10.

Að þessu sinni verður kynning á TTRAIN (Tourism training) verkefninu, en það snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækjanna og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi þannig að það getur haft breiða skírskotun, þ.e.a.s. hentar ekki endilega einungis aðilum í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar og dagskrá má sjá á vef Samtaka atvinnulífsins.

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni Menntun og mannauður sem mun standa til vors 2017.

nm77828-menntun-og-mannaudur-netaugl