04/05/2017

Samorkuþing 2017

  Samorkuþing 2017 verður haldið í Hofi á Akureyri dagana 4.-5. maí. Allar nánari upplýsingar um dagskrá eru á heimasíðu Samorkuþings. Þátttökugjald á þingið er 49.000 kr. Hátíðarkvöldverður kostar 17.900 á mann. Skemmti- og skoðunarferð maka/gesta kostar 9.900 á mann.   Skráning á Samorkuþingið er á neðangreindu skráningarformi.

26/04/2017

Þarf framtíðin orku?

Landsvirkjun býður til opins ársfundar miðvikudaginn 26. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar vrður hvatt til opinnar umræðu um orkumál og þau tækifæri og áskoranir sem eru framundan. Hvernig er rekstur og fjárhagur fyrirtækisins að þróast? Hvað er að gerast á orkumörkuðum heimsins? Hvaða áhrif hefur það á Íslandi? Hver er orkuþörf framtíðar og hvernig […]

25/04/2017

Aðalfundur JHFÍ 2017

Aðalfundur Jarðhitafélags Íslands verður haldinn í Háskóla Íslands, HT-101 á Háskólatorgi, þriðjudaginn 25. apríl kl. 14.   Dagskrá: sbr. 5. gr. samþykkta félagsins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Samþykkt dagskrár. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemina á liðnu ári. 3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins. 4. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 5. Lögð fram fjárhagsáætlun […]

07/04/2017

Árshátíð KíO

Konur í orkumálum blása til árshátíðar föstudagskvöldið 7. apríl á Bryggjunni brugghúsi úti á Granda. Húsið opnar með fordrykk klukkan 19:00 og hefst þriggja rétta hátíðarkvöldverður klukkan 20:00. Veislustjórn verður í höndum Margrétar Erlu Maack en hún mun einnig sjá um létt skemmtiatriði yfir kvöldið. Svo verður dansað frameftir!   Nánari upplýsingar um matseðil og […]

05/04/2017

Ársfundur Orkustofnunar

Ársfundur Orkustofnunar verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl á Grand hóteli í Reykjavík frá kl. 14-17. Skráning fer fram á heimasíðu Orkustofnunar.

03/04/2017

Framtíðin er hafin – opinn ársfundur OR

„Framtíðin er hafin“ er yfirskrift ársfundar Orkuveitu Reykjavíkur 2017, sem haldinn verður í Iðnó mánudaginn 3. apríl kl. 14:00. Yfirskriftin vísar til allra þeirra breytinga sem OR og dótturfyrirtækin – Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur – ýmist standa frammi fyrir, taka þátt í að móta eða sjá um að leiða. Fundurinn er öllum opinn […]

31/03/2017

Umhverfis- og öryggismál á ársfundi Norðurorku

Ársfundur Norðurorku verður haldinn í menningarhúsinu Hofi á Akureyri föstudaginn 31. mars kl. 15. Fundurinn er öllum opinn en skráningar er óskað á netfangið no@no.is. Dagskrá:  15:00 Ársfundur settur Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður stjórnar Norðurorku hf. 15:10 Loftslagsmálin og staða Íslands Helga Barðadóttir frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, skrifstofu hafs, vatns og loftslags 15:40 Umhverfisstefna Norðurorku […]

30/03/2017

Samfélagsábyrgð og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Landsvirkjun býður til morgunfundar fimmtudaginn 30. mars kl. 8.30-10.00. Ný heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru viðmið til að takast á við fjölþætt vandamál. Hvernig þau verða uppfyllt er í höndum ríkja heims og mikilvægt að stjórnvöld, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar láti til sín taka. Landsvirkjun mun leggja áherslu á þrjú af heimsmarkmiðunum sem […]

23/03/2017

Opinn kynningarfundur um vatnsverndarsvæði Norðurorku

Opinn kynningarfundur um vatnsverndarsvæði Norðurorku verður haldinn í Menningarhúsinu Hofi fimmtudaginn 23. mars kl. 17:00. Á fundinum verður fjallað um vatnsverndarsvæðin, þær reglur sem um þau gilda og hvað ber að varast í umgengni við þessa mikilvægu og lífsnauðsynlegu auðlind sem hreint neysluvatn er. Hvað er brunnsvæði, grannsvæði og fjarsvæði? Eru öll vatnsverndarsvæði eins? Hvað […]

14/03/2017

Vísindadagur OR

Hinn árlegi Vísindadagur OR samstæðunnar verður haldinn á Pí daginn 14. mars  á Nauthóli, Nauthólsvegi 106. Kynnt verða áhugaverð rannsóknarverkefni sem unnin eru af starfsfólki Orkuveitunnar, Veitna, ON, GR eða samstarfsaðilum. Þemu Vísindadagsins í ár eru þrjú; Það sem enginn sér, Framtíðin og 2°C.   Erindin snúast meðal annars um: • loftslagsmál og heilsu • […]

07/03/2017

Raforkumarkaður á tímamótum

Opinn fundur Landsvirkjunar þriðjudaginn 7. mars, kl. 8.30-10.00 á Hilton Reykjavík Nordica, morgunkaffi í boði frá kl. 8.00. Allir velkomnir, þátttaka ókeypis, en skráningar er óskað. Ný greining óháðra danskra sérfræðinga beinir sjónum að tækifærum til þróunar á íslenska raforkumarkaðnum. Er orkuöryggi á Íslandi tryggt? Er verðmætasköpun nægileg? Á þessum morgunverðarfundi verður leitast við að […]

02/03/2017

Opinn ársfundur Samorku 2017

  Opinn ársfundur Samorku var haldinn í Björtuloftum, Hörpu, 2. mars 2017, kl. 15. Dagskrá: Ávarp formanns: Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku Ársfundur Samorku 2017: Ávarp formanns from Samorka on Vimeo. Ávarp ráðherra: Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra   Ársfundur Samorku 2017: Ávarp Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur ráðherra from Samorka on Vimeo. Mikið vatn […]

01/03/2017

Orka til breytinga – fyrirlestur á vegum Orkustofnunar

Orkustofnun stendur fyrir fyrirlestraröð í tilefni af 50 ára afmæli stofnunarinnar. Fyrirlestrarnir eru mánaðarlega. Næsti fundur er miðvikudaginn 1. mars kl. 15-16 í húsnæði Orkustofnunar að Grensásvegi 9, Reykjavík Skráning á fundinn fer einnig fram á heimasíðu OS en þess má geta að hann verður einnig sendur út í beinni útsendingu á heimasíðunni. Dagskrá: Orka til […]

15/02/2017

Blágrænar ofanvatnslausnir – hádegisfyrirlestur

Á fyrsta örfyrirlestri VAFRÍ 2017 verður minning Sveins Torfa Þórólfssonar prófessors við NTNU í Noregi heiðruð, en þar verður fjallað um blágrænar ofanvatnslausnir, sem var eitt hans helsta áhugamál og fagsvið síðustu áratugina. Tími: Miðvikudaginn 15. febrúar 2017, kl. 12:30-14:00 Staðsetning: Fundarsalur Verkís, neðstu hæð við inngang, Ofanleiti 2, Reykjavík. Dagskrá: 12:30 Setning – Hrund Ólöf […]

15/02/2017

Möguleikar sjóðandi lághitans til raforkuvinnslu

Möguleikar sjóðandi lághitans á Íslandi til raforkuvinnslu – Reynsla af borunum liðna öld er yfirskrift hádegisfundar Orkustofnunar þann 15. febrúar kl. 11.30 – 13.00. Fyrirlesturinn er hluti af afmælisfyrirlestraröð stofnunarinnar, sem fagnar 50 ára afmæli á árinu. Skráning á fundinn fer fram á heimasíðu Orkustofnunar.

03/02/2017

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin á Akureyri

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin verður haldin á Akureyri helgina 3.- 5. febrúar. Verkefnið er samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri og atvinnulífins og snýst um að virkja fólk til athafna. Markmiðið er að fá alla áhugasama, 18 ára og eldri, til að vinna saman að nýjum og gömlum hugmyndum sem gætu endað sem fyrirtaks viðskiptaáætlun eða atvinnutækifæri. Verðlaun verða svo […]

02/02/2017

Menntadagur atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins 2017 verður haldinn fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Þetta er í fjórða skipti sem menntadagur atvinnulífsins er haldinn en hann er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka atvinnulífsins. Skráning stendur yfir á síðu Samtaka atvinnulífsins.   DAGSKRÁ KL. 8.30-10.15 Íslensk […]

01/02/2017

Hádegisfundur um djúpborun á Reykjanesi

HS Orka og Íslenska djúpborunarverkefnið bjóða til hádegisfundar vegna borloka Íslenska djúpborunarverkefnisins, IDDP-2, í Gamla bíói, miðvikudaginn 1. febrúar, á milli klukkan 12.00 – 13.00. Erindi flytja: · Guðmundur Ómar Friðleifsson, yfirjarðfræðingur og verkefnisstjóri IDDP-2. · Ari Stefánsson, verkefnastjóri borverka hjá HS Orku. · Albert Albertsson, hugmyndasmiður HS Orku. · Hildigunnur Thorsteinsson framkvæmdastjóri Þróunar OR […]

24/01/2017

Horft til framtíðar í tilefni af degi rafmagnsins

Skráning fer fram á vef Rafiðnarsambands Íslands.

23/01/2017

Dagur rafmagnsins

Dagur rafmagnsins er haldinn hátíðlegur á Norðurlöndunum 23. janúar ár hvert. Tilgangur dagsins er að minna á mikilvægi rafmagnsins fyrir samfélagið allt og þakka fyrir þau forréttindi að hafa gott aðgengi að hreinni og ódýrri orku. Samorka mun taka virkan þátt í að halda upp á mánudaginn 23. janúar.

14/12/2016

Umræðufundur um kerfisáætlun

Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets og Auður Magnúsdóttir, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf kynna kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. Að því loknu fara fram umræður og fyrirspurnir. Félagsmenn SA eru velkomnir á fundinn. Skráningar er óskað á heimasíðu SA.

01/12/2016

Desemberfundur Samorku 2016

Að venju verður desemberfundur Samorku haldinn fyrsta fimmtudag í desember, sem að þessu sinni kemur upp á fullveldisdaginn. Fundurinn er ætlaður aðildarfélögum Samorku. Nánari upplýsingar og skráning hefur þegar verið send á aðildarfélaga. Dagskrá desemberfundar 1. desember: Formaður Samorku opnar fundinn: Helgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku Beyond budgeting – ný nálgun við gerð fjárhagsáætlana: Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóri […]

30/11/2016

Vetrarfundur KÍO

Vetrarfundur Kvenna í orkumálum, KÍO, verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember í Arionbanka, Borgartúni. Yfirskrift fundarins er Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi: Eru smávirkjanir framtíðin?  Fundurinn er opinn öllum. Dagskrá Vetrarfundar: • Iða Brá Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjárfestingabankasviðs ávarpar fundinn. • Auður Nanna Baldvinsdóttir, stjórnarkona KíO og sérfræðingur í viðskiptaþróun Landsvirkjunar- Litlar þúfur – Dreifð raforkuvinnsla. • […]

29/11/2016

Opinn kynningarfundur um kerfisáætlun

Landsnet býður á opinn kynningarfund um kerfisáætlun þriðjudaginn 29. nóvember. Fundurinn, undir yfirskriftinni Kerfisáætlun 2016-2025: Innviðirnir okkar – leiðin að rafvæddri framtíð, verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica kl. 9-10.30.   DAGSKRÁ Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets setur fundinn Leiðin að rafvæddri framtíð Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar- og tæknisviðs Landsnets Umhverfisáhrif kerfisáætlunar Auður Magnúsdóttir, […]

24/11/2016

GEORG Geothermal Workshop

  Vinnustofan GEORG Geothermal Workshop verður haldin á Grand hótel 24. og 25. nóvember Þar munu allir helstu sérfræðingar í jarðhitamálum innanland sem utan kynna nýjustu niðurstöður rannsókna sinna og um leið varpa fram nýjum spennandi vinklum til samstarfs innan GEORG. Auk þess mun nýkjörinn forseti Alþjóða jarðhitafélagsins (International Geothermal Association), Alexander Richter, og fulltrúi Evrópusambandsins, […]

15/11/2016

Málþing um örplast í skólpi

Vatns- og fráveitufélag Íslands, VAFRÍ, og Samorka halda opið málþing þann 15. nóvember um örplast í skólpi. Málþingi er haldið í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, og stendur frá 13.30-16. Málþinginu er ætlað að varpa ljósi á þá þekkingu sem til er um málefnið hér á landi, um upptök og afdrif örplasts í skólpi og mögulegum […]

10/11/2016

Hvar eru rafbílarnir?

  Íslandsbanki, Ergo og Samorka bjóða á fund um rafbílavæðingu Íslands. Rætt verður um þá innviði sem hér eru til staðar og hversu raunhæfir kostir rafbílar séu í dag og á komandi árum. Harpa, Norðurljós 2. hæð Fimmtudagur 10. nóvember Kl. 8.30-10.00 Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku. Erindi flytja Áslaug Thelma Einarsdóttir, forstöðumaður markaðs- […]

20/10/2016

Menntun og mannauður: Starfsþjálfun í fyrirtækjum

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins fimmtudaginn 20. október frá kl. 8.30-10. Að þessu sinni verður kynning á TTRAIN (Tourism training) verkefninu, en það snýst um að mennta einstaklinga innan ferðaþjónustufyrirtækjanna og endurmennta þá sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi þannig að það getur haft breiða […]

13/10/2016

Haustfundur JHFÍ

  Haustfundur JHFÍ verður haldinn fimmtudaginn 13. október næstkomandi, frá kl. 15:00-16:30, í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur, að Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík. Þema fundarins er: „Nýjar víddir jarðvarmans“. Nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá má sjá á heimasíðu Jarðhitafélagsins.

28/09/2016

NDWC 2016

Norræna vatnsveituráðstefnan 2016 verður haldin í Reykjavík dagana 28. – 30. september. Allar nánari upplýsingar má sjá á heimasíðu ráðstefnunnar.

19/09/2016

Charge – Branding Energy

Orka sem vörumerki er umfjöllunarefni ráðstefnu sem fram fer í Hörpu dagana 19. og 20. september og er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Hægt er að skrá sig til leiks og fá allar nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar. Ráðstefnan fer fram á ensku.  

Kviknar á perunni?

Árlegur vorfundur Landsnets verður haldinn þriðjudaginn 4. apríl kl. 9-10.30. Skráning er á heimasíðu Landsnets. Yfirskrift fundarins er: Kviknar á perunni? – í átt að grænni framtíð. Dagskrá: Fundarstjóri býður gesti velkomna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra setur fundinn Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Landsnet Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets Troels Ranis, Dansk Industri Eyþór Eðvarðasson, […]