Fréttir

Baldur Dýrfjörð til Samorku

Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur, hefur verið ráðinn til Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Baldur starfaði áður hjá Norðurorku hf. sem er veitufyrirtæki í eigu sex sveitarfélaga við Eyjafjörð. Þar áður starfaði Baldur sem starfsmannastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, sem bæjarlögmaður hjá Akureyrarbæ og lögfræðingur Íslandsbanka. Baldur hefur, sem fulltrúi Norðurorku hf., starfað í ýmsum nefndum og ráðum […]

Sylvía Kristín Ólafsdóttir ráðin deildarstjóri jarðvarmadeildar Landsvirkjunar

Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði Landsvirkjunar. Hlutverk jarðvarmadeildar á orkusviði er að annast aflstöðvar Landsvirkjunar á sviði jarðvarma og vindorku þannig að þær skili tilgreindu hlutverki sínu. Deildin ber ábyrgð á rekstri, eftirliti og viðhaldi þessara orkuvirkja og leggur áherslu á öryggi og hagkvæmni, umhverfismál og samstarf við nærsamfélag. Sylvía hefur […]

Langódýrast að hita húsið sitt í Reykjavík

Húshitunarkostnaður á Íslandi er langt undir meðaltali á Norðurlöndunum. Fimmfalt dýrara er fyrir íbúa í Helsinki að hita húsið sitt en fyrir íbúa í Reykjavík.   Árlegur kostnaður við að hita heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu er 88 þús krónur á ári og hefur hann hækkað lítillega á milli ára. Íbúi í Helsinki þarf að borga […]

Kynbundinn launamunur minnkar enn hjá OR

Jafnlaunagreining hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum leiðir í ljós minnkandi launamun kynja og ber fyrirtækið áfram gullmerki jafnlaunaúttektar PwC vegna ársins 2017. Óútskýrður kynbundinn launamunur mælist nú 1,4%. Dregið hefur markvisst úr kynbundnum launamun innan OR samsteypunnar síðustu árin eins og sjá má í frétt um málið á heimasíðu OR. Árangurinn náðist meðal annars með […]

Sólar- og vindorka framtíðin í rafmagnsframleiðslu í heiminum

1 athugasemd við Sólar- og vindorka framtíðin í rafmagnsframleiðslu í heiminum

Næstum helmingur raforkuframleiðslu heimsins mun koma frá sólar- og vindorku árið 2040 skv. árlegri skýrslu Bloomberg um horfur á orkumarkaði, sem kom út á dögunum. Í dag er hlutfallið um 12%. Til þess að þetta geti gengið eftir þarf að þrefalda fjárfestingu í þróun á vinnslu rafmagns úr endurnýjanlegum orkugjöfum miðað við úr jarðefnaeldsneyti, svo […]

Landgræðsluhópur ON græðir sárin

Landgræðsluhópur Orku náttúrunnar hófst í dag handa við að lagfæra skemmdir vegna krots mosa í Litlu Svínahlíð í Grafningi. Þar hafði verið skrifað í mosaþembuna með því að rífa upp mosa. ,,Við ætlum að freista þess að lagfæra skemmdirnar og byrjuðum björgunarverkefnið í dag. Litlar mosaþúfur voru teknar umhverfis stafina, sem höfðu verið krotaðir í […]

Jóna Soffía Baldursdóttir til Landsvirkjunar

Jóna Soffía Baldursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Landsvirkjun.  Upplýsingatækni leikur stórt hlutverk í rekstri Landsvirkjunar. Nýr forstöðumaður heyrir undir skrifstofu forstjóra og mun í samvinnu við stjórnendur taka þátt í að móta framsæknar upplýsingatæknilausnir fyrir fjölbreytta starfsemi innan Landsvirkjunar. Jóna Soffía hefur verið forstöðumaður vefþróunar hjá Símanum frá árinu 2013. Hún hefur starfað […]

Jákvæðar horfur hjá OR

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur breytt horfum í mati sínu á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur í jákvæðar úr stöðugum. Einkunnin er áfram Ba2. Í fréttatilkynningu frá Moody‘s segir að ástæða betri horfa sé batnandi rekstrarafkoma, lækkandi skuldir og að sterkari lausafjárstaða síðustu ár. Þá séu nú vaxandi líkur á að OR standist kröfur um hærri lánhæfiseinkunn í […]

Auðlindagarður HS Orku fær alþjóðleg verðlaun

HS Orka hlaut í gær á Alþjóðlega umhverfisdeginum, umhverfisverðlaun Energy Globe Award sem veitt eru þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Í ár voru valin 178 verkefni víðsvegar að úr heiminum og var Auðlindagarðurinn valinn besta íslenska verkefnið. „Við erum hrærð yfir þessum verðlaunum og þeirri viðurkenningu sem Auðlindagarðinn er […]

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2017: Tilnefningar óskast

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent fimmtudaginn 12. október fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem að þessu sinni er helgaður loftslagsmálum. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 12. september nk. með tölvupósti á sa@sa.is merktum: „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar […]

Ertu að leita að þessu?