Fréttir

Sólar- og vindorka framtíðin í rafmagnsframleiðslu í heiminum

1 athugasemd við Sólar- og vindorka framtíðin í rafmagnsframleiðslu í heiminum

Næstum helmingur raforkuframleiðslu heimsins mun koma frá sólar- og vindorku árið 2040 skv. árlegri skýrslu Bloomberg um horfur á orkumarkaði, sem kom út á dögunum. Í dag er hlutfallið um 12%. Til þess að þetta geti gengið eftir þarf að þrefalda fjárfestingu í þróun á vinnslu rafmagns úr endurnýjanlegum orkugjöfum miðað við úr jarðefnaeldsneyti, svo […]

Landgræðsluhópur ON græðir sárin

Landgræðsluhópur Orku náttúrunnar hófst í dag handa við að lagfæra skemmdir vegna krots mosa í Litlu Svínahlíð í Grafningi. Þar hafði verið skrifað í mosaþembuna með því að rífa upp mosa. ,,Við ætlum að freista þess að lagfæra skemmdirnar og byrjuðum björgunarverkefnið í dag. Litlar mosaþúfur voru teknar umhverfis stafina, sem höfðu verið krotaðir í […]

Jóna Soffía Baldursdóttir til Landsvirkjunar

Jóna Soffía Baldursdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður upplýsingatæknisviðs hjá Landsvirkjun.  Upplýsingatækni leikur stórt hlutverk í rekstri Landsvirkjunar. Nýr forstöðumaður heyrir undir skrifstofu forstjóra og mun í samvinnu við stjórnendur taka þátt í að móta framsæknar upplýsingatæknilausnir fyrir fjölbreytta starfsemi innan Landsvirkjunar. Jóna Soffía hefur verið forstöðumaður vefþróunar hjá Símanum frá árinu 2013. Hún hefur starfað […]

Jákvæðar horfur hjá OR

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s hefur breytt horfum í mati sínu á lánshæfi Orkuveitu Reykjavíkur í jákvæðar úr stöðugum. Einkunnin er áfram Ba2. Í fréttatilkynningu frá Moody‘s segir að ástæða betri horfa sé batnandi rekstrarafkoma, lækkandi skuldir og að sterkari lausafjárstaða síðustu ár. Þá séu nú vaxandi líkur á að OR standist kröfur um hærri lánhæfiseinkunn í […]

Auðlindagarður HS Orku fær alþjóðleg verðlaun

HS Orka hlaut í gær á Alþjóðlega umhverfisdeginum, umhverfisverðlaun Energy Globe Award sem veitt eru þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa skarað fram úr í umhverfismálum. Í ár voru valin 178 verkefni víðsvegar að úr heiminum og var Auðlindagarðurinn valinn besta íslenska verkefnið. „Við erum hrærð yfir þessum verðlaunum og þeirri viðurkenningu sem Auðlindagarðinn er […]

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2017: Tilnefningar óskast

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent fimmtudaginn 12. október fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins, sem að þessu sinni er helgaður loftslagsmálum. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 12. september nk. með tölvupósti á sa@sa.is merktum: „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar […]

Blöndustöð skarar fram úr í sjálfbærni

Blöndustöð Landsvirkjunar hefur hlotið Blue Planet verðlaunin, sem Alþjóða vatnsaflssamtökin (International Hydropower Association, IHA) veita verkefnum sem skara framúr í sjálfbærri nýtingu vatnsafls í heiminum. Verðlaunin voru veitt á þingi samtakanna, sem haldið var í Addis Ababa í Eþíópíu og eru mikill heiður fyrir Landsvirkjun. Verðlaunin eru veitt á grundvelli hins alþjóðlega matslykils um sjálfbæra […]

Samorka og KíO undirrita samstarfssamning

Samorka og Konur í orkumálum ætla í sameiningu að bæta hlutfall kvenna í orku- og veitugeiranum. Samstarfssamningur um þetta var undirritaður á Samorkuþingi, sem haldið var í Hofi á Akureyri dagana 4. – 5. maí. Samstarfið getur birst á margan hátt samkvæmt samningnum, eins og til dæmis í samnýtingu gagna, upplýsingagjöf á milli aðila, sameiginlega […]

Samið um lagningu jarðstrengs

Í dag var skrifað undir samning við Steypustöð Skagafjarðar um lagningu jarðstrengs á milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur með viðeigandi greftri, slóðagerð og frágangsvinnu, Grundarfjarðarlínu 2. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnet segir að með lagningu Grundarfjarðarlínu 2, 66 kV jarðstrengs milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar og byggingu nýrra tengivirkja aukist afhendingaröryggi raforku á svæðinu til muna. Vinna […]

Skipað í stjórn Landsvirkjunar á aðalfundi

Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var miðvikudaginn 26. apríl 2017, skipaði fjármála- og efnahagsráðherra aðalmenn og varamenn í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru: • Jónas Þór Guðmundsson • Ragnheiður Elín Árnadóttir • Haraldur Flosi Tryggvason • Álfheiður Ingadóttir • Kristín Vala Ragnarsdóttir Þetta er í fyrsta sinn í sögu […]

Ertu að leita að þessu?