Upprunaábyrgðir raforku: Fræðslufundur

Samorka býður til fræðslufundar um upprunaábyrgðir raforku, eða græn skírteini eins og þau eru oft kölluð. Tilgangur fundarins er að fjalla um tilurð og markmið kerfisins um upprunaábyrgðir, af hverju Ísland tekur þátt í því og hvaða ávinning þátttakan getur haft fyrir Ísland og raforkukaupendur hér á landi.

Fundurinn hefst kl. 14 á Icelandair Hótel Natura og gert er ráð fyrir að hann standi í um 90 mínútur. Allir eru velkomnir á fundinn en skráningar er óskað. Þá verður fundinum einnig streymt á vef Samorku.

Dagskrá:

Alþjóðlegar loftslagsaðgerðir og græn skírteini – Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
Kerfið um græn skírteini: Virkni og þátttakendur – Eyrún Guðjónsdóttir, sérfræðingur hjá Dóttir Consulting
Upprunaábyrgðir í íslensku samhengi – Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku
Renewable Energy Certificates: The Wholesale Market for Guarantees of Origin – Alexandra Münzer, framkvæmdastjóri Greenfact

Fundarstjóri: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar Íslandsbanka