Páll Erland ráðinn framkvæmdastjóri Samorku

Páll Erland er nýr framkvæmdastjóri Samorku
Páll Erland er nýr framkvæmdastjóri Samorku

 

Páll Erland hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Páll hefur starfað í orku- og veitufyrirtækjum frá árinu 2001. Páll var meðal annars framkvæmdastjóri veitureksturs Orkuveitu Reykjavíkur í sjö ár og framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar frá því orkufyrirtækið var stofnað árið 2014. Þá hefur hann einnig setið í stjórn HS Veitna. Páll er með MBA frá Rockford University í Bandaríkjunum og BS í viðskiptafræði frá sama skóla.

Páll hefur störf í ársbyrjun 2017. Hann tekur við starfinu af Gústaf Adolf Skúlasyni sem sagði starfi sínu lausu í október en gegnir því áfram þar til Páll tekur til starfa. Gústaf verður samtökunum jafnframt áfram innan handar fyrst um sinn.