Óskað eftir erindum á NORDIWA 2019

Óskað er eftir tillögum að erindum fyrir norrænu fráveituráðstefnuna 2019, NORDIWA. Ráðstefnan er stærsti viðburður í fráveitumálum á Norðurlöndum og að þessu sinni haldin í Helsinki í Finnlandi dagana 23. – 25. september 2019. Á ráðstefnunni koma saman helstu sérfræðingar Norðurlandanna í fráveitumálum; framkvæmdastjórar, framkvæmdaaðilar, skipulagssérfræðingar, rannsakendur, verkfræðingar, ráðgjafar og fleiri sem áhuga og þekkingu hafa á málaflokknum og loftslagsmálum á Norðurlöndum.

Skilafrestur fyrir tillögur að erindi er til 23. janúar 2019. Nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu ráðstefnunnar.

Samorka hvetur alla áhugasama um fráveitumál og áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga að senda inn erindi.