Borgartún 35, 105 Reykjavík
Sími 588 4430, Fax 588 4431
netfang: samorka@samorka.is
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

  


Samorka

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna (stofnuð 1980) og Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942). Innan samtakanna starfa fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, raforkuframleiðendur, raforkusalar og flutnings- og dreifingarfyrirtæki raforku. Ýmis fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti eru aukaaðilar að Samorku.

Til­gangur sam­bandsins, skv. lögum þess, er:

  • Að stuðla að fram­gangi sam­eigin­legra áhuga- og hags­muna­mála fé­laga þess.
  • Að gæta hags­muna fé­laga og koma fram fyrir hönd þeirra í málum, sem æski­legt er að þeir standi að sem einn aðili.
  • Að safna gögnum og upp­lýsingum, sem varða starfs­svið SAM­ORKU og ein­stakra fé­laga þess.
  • Að efna til og taka þátt í mótum og ráð­stefnum, þar sem fjallað er um sam­eigin­leg mál fé­laga eða mál er varða ein­s­tök fag­s­við sam­bandsins.
  • Að halda uppi tengslum og sam­skiptum við hlið­stæð sam­tök og stofnanir, inn­lendar og erlendar, og veita stjórn­völdum og öðrum aðilum upp­lýsingar og um­sagnir.
  • Að stuðla að rannsóknum og miðla upp­lýsingum og fræðslu til fé­laga sinna og stjórn­valda.
  • Að bæta hag og öryggi notenda er tengjast veitu- og orku­ker­fum fé­laga, m.a. með því að veita þeim hag­nýtar upp­lýsingar um notkun á raf­magni, heitu og köldu vatni.
  • Að stuðla að traustum og hag­kvæmum rekstri þeirrar starf­semi sem fé­lagar stunda.
  • Að standa fyrir og kynna sameiginlega sjónarmið við virkjun og nýtingu endurnýjanlegra orkulinda landsmanna.

Samorka hefur unnið fjölmörg sameiginleg verkefni s.s. Handbækur hita- og vatnsveitna, Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar; Reikningsskilahandbók; leiðbeiningar um innra eftirlit fyrir raf- og vatnsveitur o.fl. 

Samorka annast sameiginlegt fundahald, ráðstefnur og samkomur.

Endurmenntun og menntun starfsmanna aðildarfélaga er mikilvægur þáttur starfseminnar. Fagnámskeið í sérhæfðum störfum veitufólks eru haldin reglulega, ýmist beint á vegum samtakanna eða í samvinnu við aðra.