Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sími 588 4430, Fax 588 4431
netfang: samorka@samorka.is
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

  


Samorka

Samorka eru samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1995 við samruna Sambands íslenskra hitaveitna (stofnuð 1980) og Sambands íslenskra rafveitna (stofnuð 1942). Aðilar að samtökunum eru allar hitaveitur og rafveitur landsins ásamt flestum vatnsveitum og fráveitum. Aukaaðilar eru fyrirtæki og stofnanir sem tengjast orku- eða veitufyrirtækjum með einhverjum hætti.

Starfsemi SAM­ORKU er að mörgu leyti skipulögð eftir fjórum fag­s­viðum, þ.e. hita­veitna, raf­orku­fyrir­tækja,  vatnsveitna og frá­veitna.  Til­gangur sam­bandsins er:

  • Að stuðla að fram­gangi sam­eigin­legra áhuga- og hags­muna­mála fé­laga þess.
  • Að gæta hags­muna fé­laga og koma fram fyrir hönd þeirra í málum, sem æski­legt er að þeir standi að sem einn aðili.
  • Að safna gögnum og upp­lýsingum, sem varða starfs­svið SAM­ORKU og ein­stakra fé­laga þess.
  • Að efna til og taka þátt í mótum og ráð­stefnum, þar sem fjallað er um sam­eigin­leg mál fé­laga eða mál er varða ein­s­tök fag­s­við sam­bandsins.
  • Að halda uppi tengslum og sam­skiptum við hlið­stæð sam­tök og stofnanir, inn­lendar og erlendar, og veita stjórn­völdum og öðrum aðilum upp­lýsingar og um­sagnir.
  • Að stuðla að rannsóknum og miðla upp­lýsingum og fræðslu til fé­laga sinna og stjórn­valda.
  • Að bæta hag og öryggi notenda er tengjast veitu- og orku­ker­fum fé­laga, m.a. með því að veita þeim hag­nýtar upp­lýsingar um notkun á raf­magni, heitu og köldu vatni.
  • Að stuðla að traustum og hag­kvæmum rekstri þeirrar starf­semi sem fé­lagar stunda.

Samorka hefur unnið fjölmörg sameiginleg verkefni s.s. Handbækur hita- og vatnsveitna, Tæknilega tengiskilmála raforkudreifingar; Reikningsskilahandbók; leiðbeiningar um innra eftirlit fyrir raf- og vatnsveitur o.fl.

Samorka annast sameiginlegt fundahald, ráðstefnur og samkomur.

Endurmenntun og menntun starfsmanna er ein af meginstoðum starfseminnar. fagnámskeið í sérhæfðum störfum veitufólks eru haldin reglulega, ýmist beint á vegum samtakanna eða í samvinnu við aðra.

Á skrifstofu Samorku eru fjórir starfsmenn.

Skrifstofa Samorku er til húsa að Suðurlandsbraut 48, Reykjavík.