Borgartún 35, 105 Reykjavík
Sími 588 4430, Fax 588 4431
netfang: samorka@samorka.is
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

  


Snjöll raforkukerfi og orkuskipti í samgöngum á ársfundi Samorku 10.02.2016

Fjallað verður um snjöll raforkukerfi til framtíðar og fjölþættan ávinning af orkuskiptum í samgöngum á ársfundi Samorku, sem haldinn verður á Icelandair Hótel Natura (áður Loftleiðir) föstudaginn 19. febrúar 2016. Fundurinn er opinn öllum en tilkynna þarf þátttöku hér á vefnum eða með tölvupósti.

Lesa meira...
Ferðamenn boðnir velkomnir til lands endurnýjanlegrar orku 29.01.2016
Landsvirkjun hefur látið setja upp auglýsingaskilti í flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem ferðamenn eru boðnir velkomnir til lands endurnýjanlegrar orku. Á vef fyrirtækisins kemur fram að samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hafi verið farsælt og að full ástæða sé til að telja að uppbygging ferðaþjónustu og orkuiðnaðar muni áfram geta orðið í góðri samvinnu, til hagsbóta fyrir báðar atvinnugreinar og Ísland. Minnt er á orkusýningar virkjana, Bláa lónið, Jarðböðin við Mývatn, Kárahnjúkastíflu o.fl. mannvirki sem alls hundruðir þúsunda heimsækja ár hvert. Einnig er minnt á niðurstöður í könnun Iceland Naturally um mjög svo jákvæð áhrif endurnýjanlegrar orku á ímynd bandarísks almennings af Íslandi og á líkur þess að þarlendir heimsæki Ísland. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
Norræna vatnsveituráðstefnan 2016 - Innsending ágripa úr erindum í fullum gangi 28.01.2016

Fagaðilar á sviði vatnsveitna eru hvattir til að senda inn erindi á Norrænu vatnsveituráðstefnuna, en innsending ágripa úr erindum fyrir ráðstefnuna er nú í fullum gangi og fer fram hér á heimasíðu ráðstefnunnar. Frestur til þess að senda inn ágrip úr erindum er 29. janúar - ef áhugi er fyrir því að senda inn ágrip úr erindi, en það næst ekki fyrir tímafrestinn, þá er hægt að láta vita af því í póstfangið sigurjon@samorka.is. Call for abstracts fyrir ráðstefnuna má nálgast það hér:

10. Norræna vatnsveituráðstefnan (The 10th Nordic drinking water conference) verður haldin á Íslandi í ár, dagana 28.-30. september í Hörpu. Ráðstefnan er haldin á tveggja ára fresti og skiptast norðurlöndin á að halda hana. Í ár er hún skipulögð af Samorku í samstarfi önnur norræn samtök vatnsveitna. Á dagskrá verða erindi, vinnustofur, vísindaferð og fleira tengt öllum helstu málum er varða starfsemi vatnsveitna.

Græna raforkan gullkista Norðurlandanna 28.01.2016
„Græn raforka gæti orðið næsta stóra útflutningsævintýri Norðurlandanna að mati samtaka raforkufyrirtækja á hinum Norðurlöndunum, sem reyna nú í sameiningu að tryggja bætt aðgengi að evrópskum markaði gegnum þýska flutningskerfið. Á evrópskan mælikvarða er hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa hátt í öllum ríkjunum og nýlega gaf Alþjóða orkumálastofnunin það út að Norðurlöndin væru eins konar grænt orkuver Evrópu til framtíðar.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fréttablaðsgrein Gústafs Adolfs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samorku. Lesa meira...
Hagkvæmni fólgin í raforkuflutningskerfi í Norður-Atlantshafi 26.01.2016
Möguleikar Íslands og Færeyja til útflutnings endurnýjanlegrar raforku til Bretlands og Noregs og um leið tengjast stærra raforkuflutningskerfi í Evrópu eru til umfjöllunar í nýrri skýrslu NAEN (North-Atlantic Energy Network), sem Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra kynnti í dag á ráðstefnunni Arctic Frontiers í Tromsø í Noregi.  Lesa meira...
Rafmagn – einn mikilvægasti þáttur daglegs lífs 23.01.2016
„Norðurlandabúar hafa notið rafmagns frá því um 1870 og Íslendingar frá því við upphaf 20. aldar. Í fyrstunni lýsti það upp vinnustaði, heimili og götur en nú knýr það upplýsingakerfin okkar, iðnaðinn, heimilistækin og í auknum mæli farartækin. Samfélag dagsins reiðir sig algjörlega á rafmagn og ekki bara til að létta störfin heldur ekki síður til afþreyingar og samskipta.“ Þetta kemur m.a. fram í Morgunblaðsgrein Eiríks Hjálmarsson, formanns kynningarhóps Samorku, á degi rafmagnsins. Lesa meira...
Mikil fjárfesting í nýsköpun í orkutengdum iðnaði 20.01.2016

Mikil aukning varð í fjárfestingu á sviði nýsköpunar hérlendis árið 2015 og nam hún alls um 194 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 25 milljörðum króna. Ísland er þar á svipuðum slóðum og Finnland en talsvert langt á undan Noregi. Þrjár fjárfestingar skipta sköpum varðandi þessa miklu fjárfestingu í nýsköpun hér á landi og þar af eru þær tvær stærstu i orkutengdum iðnaði. Mikil tækifæri virðast því liggja í nýsköpun í orkutengdum iðnaði hérlendis.

Lesa meira...
Metár í heitavatnsnokun 19.01.2016
Árið 2015 var metár í vatnsnotkun hjá hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu. Heildarnotkunin jókst um 10% frá árinu áður og er aukningin milli ára sú mesta sem hefur sést frá aldamótum. Vatnsnoktunin árið 2015 var tæplega 83 milljónir rúmmetra. Lesa meira...