Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sími 588 4430, Fax 588 4431
netfang: samorka@samorka.is
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

  


Landsnet hefur mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu 30.10.2014

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Þegar er gert ráð fyrir háspennulínu og vegi um þetta svæði í aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og einnig er gert ráð fyrir háspennulínu og vegi yfir Sprengisand í gildandi svæðisskipulagi Miðhálendis Íslands til 2015. Sjá nánar á vef Landsnets.

Erindi haustfundar Jarðhitafélags Íslands 2014 27.10.2014

Haustfundur JHFÍ fór fram þann 23.10.2014 og var fundurinn ár tileinkaður störfum Sverris Þórhallssonar. Fundinn þótti vel heppnaður en hann sátu yfir 100 manns og var fullt út úr dyrum. Erindi sem flutt voru á fundinum má finna á heimasíðu Jarðhitafélagsins:

Nýir sæstrengir sagðir munu auka verðmætasköpun í Noregi 14.10.2014

Nýir sæstrengir til Þýskalands og Bretlands munu stuðla að aukinni verðmætasköpun í Noregi, auka orkuöryggi Noregs og stuðla að aukinni notkun endurnýjanlegra orkugjafa í Evrópu, á kostnað brennslu mengandi jarðefnaeldsneytis. Þetta er mat Energi Norge, samtaka norskra orkufyrirtækja, á helstu áhrifum nýrra strengja sem ráðgert er að Norðmenn leggi til Bretlands og Þýskalands.

Lesa meira...
Öryggið fyrst og fremst - ráðstefna 16. október 07.10.2014

Fimmtudaginn 16. október stendur Dokkan fyrir ráðstefnu um öryggishegðun á vinnustöðum, í samvinnu við Samorku o.fl. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura, en nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu má nálgast hér á vef Dokkunnar.

Verkefnakynning Jarðhitaskólans 8. október 06.10.2014

Árlegir fyrirlestrar nemenda Jarðhitaskólans um verkefni sín verða haldnir í Víðgelmi, fyrirlestrarsal Orkugarðs, Grensásvegi 9, miðvikudaginn 8. október og hefjast kl. 09:00. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir.

Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá frá Jarðhitaskólanum.

Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins 2020 haldið á Íslandi! 23.09.2014

Stjórn Alþjóða jarðhitasambandsins (IGA) hefur ákveðið að World Geothermal Congress 2020 - heimsþing sambandsins sem haldið er á 5 ára fresti - verði haldið á Íslandi. Um er að ræða langstærsta viðburðinn í jarðhitaheiminum og einn stærsta ráðstefnuviðburð sem haldinn hefur verið á Íslandi.

Lesa meira...
Vísindaferð VAFRÍ til að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á Suðurlandi 18.09.2014

Vatns- og Fráveitufélags Íslands (VAFRÍ) heldur vísindaferð til Suðurlands fimmtudaginn 25. september kl 12:30-18.  Markmið ferðarinnar er að fræðast um vatns- og fráveitumálefni á svæðinu.  Heimsótt verða helstu mannvirki og hlýtt á fræðslufyrirlestra frá fulltrúum veitna, fráveitna, verkfræðistofu og stofnanna (Heilbrigðiseftirlit Suðurlands og MAST). 

Lesa meira...
Mikill vöxtur í endurnýjanlegri orkuframleiðslu 10.09.2014

Raforkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum jókst mikið á heimsvísu árið 2013 og nemur nú um 22% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA). Stofnunin spáir því að árið 2020 muni endurnýjanleg orka nema 26% af allri raforkuframleiðslu veraldar. Á Íslandi eru 99,9% allrar raforku framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum.

Lesa meira...