Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík
Sími 588 4430, Fax 588 4431
netfang: samorka@samorka.is
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

  


Boðaðar skerðingar á afhendingu dregnar til baka 05.10.2015
Landsvirkjun hefur ákveðið að draga til baka boðaðar takmarkanir á afhendingu rafmagns til viðskiptavina samkvæmt sveigjanlegum samningum í ljósi bættrar miðlunarstöðu eftir mikið innrennsli í miðlunarlón í september. Septembermánuður var mjög hlýr á landinu öllu og höfðu hlýindin mikil áhrif á innrennsli til miðlana. Miðlunarlón eru þó enn ekki full fyrir veturinn og veðurfar yfir vetrarmánuðina mun ráða því hvort takmarka þurfi afhendingu í byrjun næsta árs. Sjá nánar hér á vef Landsvirkjunar.
Skráning stendur yfir á norrænu fráveituráðstefnuna - Nordiwa 2015 05.10.2015

Nú er í fullum gangi skráning á norrænu fráveituráðstefnuna - Nordiwa 2015. Samorka tekur þátt í skipulagningu ráðstefnunnar, sem verður haldin dagana 4.-6. nóvember næstkomandi í Bergen. Frekari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, skráningu og fleira, má finna hér á heimasíðu ráðstefnunnar

Gestafyrirlesari Jarðhitaskólans 2015 02.10.2015
Gestafyrirlesari Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu Þjóðanna 2015, Dr. Meseret Teklemariam frá Eþíópíu, flytur í næstu viku röð fyrirlestra um jarðfræði jarðhitakerfa og jarðhita í Afríku.  Fyrirlestrarnir verða haldnir í Víðgelmi og hefjast kl. 9. Nánari upplýsingar má sjá hér á heimasíðu Jarðhitaskólans.
„Sjálfbærni er sjálfsögð“ 30.09.2015
Hægt er að mæla sjálfbærni. Hún grundvallast hins vegar á samráði, og mælingar og vöktun styrkja reksturinn. Sjálfbærnin er því sjálfsögð. Þetta kom fram í erindi Ragnheiðar Ólafsdóttur, umhverfisstjóra Landsvirkjunar, í málstofu Samorku á umhverfisdegi atvinnulífsins. Ragnheiður fjallaði m.a. um lærdóm fyrirtækisins af ítarlegum sjálfbærnimatsferlum undanfarinna ára.
Lesa meira...
„Tilgangslaus umræða um umhverfisvernd“ 30.09.2015
Stóra verkefnið á sviði umhverfisverndar er baráttan gegn hlýnun jarðar. Íslensk umhverfisverndarumræða skautar iðulega framhjá þessu verkefni, í gagnrýni sinni á nýtingu grænnar orku. Sem slík er hún því tilgangslaus. Þessi sjónarmið komu fram í erindi Guðna Elíssonar, prófessors í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, í málstofu Samorku á umhverfisdegi atvinnulífsins. Guðni hefur árum saman fylgst grannt með loftslagsmálunum og m.a. haldið um þau fjölþjóðlegar ráðstefnur. Hann hvatti íslensk orkufyrirtæki til að setja sér skýra stefnu um að virkja eingöngu fyrir nýja atvinnustarfsemi sem lítið eða ekkert losaði af gróðurhúsalofttegundum. Lesa meira...
Hreint vatn er forsenda allrar matvælaframleiðslu 30.09.2015
Vatn er undistaða alls lífs og hreint vatn er forsenda allrar matvælaframleiðslu, sagði Eðvald Sveinn Valgarðsson, gæðastjóri Kjarnafæðis, í erindi sínu í málstofu Samorku á umhverfisdegi atvinnulífsins. Eðvald fjallaði m.a. um hringrás vatnsins, fjölbreytta vatnsnotkun í matvælaframleiðslu, gæðavottanir, örverumælingar, afhendingaröryggi, samskipti við vatnsveitu og mikilvægi áreiðanlegra vatnsgæða í öllu ferlinu.
Lesa meira...
ON hlaut umhverfisverðlaun atvinnulífsins 30.09.2015
Orka náttúrunnar hlaut umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir umhverfisframtak ársins, á umhverfisdegi atvinnulífsins sem SA, Samorka og önnur aðildarfélög SA stóðu að. Verðlaunin hlaut fyrirtækið fyrir uppbyggingu á neti hraðhleðslustöðva og áform um frekari uppbyggingu þeirra, en í rökstuðningi dómnefndar segir að rafvæðing samgangna sé ein besta leiðin til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá nánar hér á vef ON.
Gagnrýni á veikum grunni 29.09.2015

„Það kemur á óvart að formaður Landverndar skuli, í kjölfar greinargerðar EFLU, styðjast við umrædda skýrslu Metsco þegar hann gagnrýnir kerfisáætlun Landsnets og forstjórann sömuleiðis.“ Þetta segir Gústaf Adolf Skúlason, framkvæmdastjóri Samorku, í lokaorðum Morgunblaðsgreinar þar sem hann bregst við grein formanns Landverndar.

Lesa meira...